Húss og Jerome
55
Til þess að bæta úr því böli sem Evrópa þjáðist af var kallað til
þings í Konstanz. Þing þetta var kall-að samkvæmt óskum Sigis-
mundar af einum hinna þriggja manna er um páfadóminn keptu; var
það Johann páfi XXIII. sem fyrir því gekst og kom hann á þingið
með margar kærur og klaganir og var illa liðinn af mörgum. Samt
sem áður hélt hann innreið sína í Konstanz með mik-illi viðhöfn og
fylgdi honum mikill skari skriftlærðra manna og stórir hópar annara
er líf hans áttu að verja og veita honum fylgi. Allir heldri menn og
stjórnendur borgarinnar fóru á móti honum og veittu honum viðtöku
með hinni mestu dýrð. Yfir höfði hans var gullinn him-inn, er fjórir
dómarar báru; páfamerkið var borið á und- an honum og skraut-
[83]
[84]
[85]
klæddir kardinálar og aðalsmenn róð-uðu sér í tigulegar fylkingar.
Samtímis var annar á ferð er stefndi til Konstanz. Húss vissi vel
um þá hættu, sem hann var staddur í. Hann fór frá vinum sínum og
kvaddi þá þannig að hann gaf í skyn að hann mundi aldrei sjá þá
aftur; hann lagði í ferð sem hann var sannfærður um að binda mundi
enda á örlög sín. Þrátt fyrir það þótt hann hefði fengið griðaloforð
frá konunginum í Bæheimi og sömuleiðis frá Sigismundi og ferðin
hefði því átt að vera hættulítil, þá ráðstafaði hann samt öllu þannig
að hann bjóst auðsjá-anlega við dauða sínum.
Á ferð sinni varð Húss hvarvetna var við útbreiðslu kenninga
sinna og gat honum ekki dulist það hversu mikið fylgi mál hans
hafði. Fólkið þyrptist hópum saman þang-að sem hann kom til þess
að sjá harm og heyra, og sum-staðar urðu lögreglumenn að fylgja
honum um borgirnar.
Þegar Húss kom til Konstanz var honum veitt fult frelsi. Fyrst
og fremst hafði hann loforð keisarans um óhultleik og auk þess
hét páfinn honum vernd; en þvert á móti þessum háleitu og helgu
drengskaparloforð-um, var siðbótamaðurinn brátt tekinn fastur, eftir
skipun páfans og kardinálanna og honum kastað í viðbjóðslega
myrkvastofu. Síðan var hann fluttur í sterkan kastala hinu megin við
fljótið Rín og hafður þar sem fangi. Páf-inn græddi lítið á svikum
sínum, því hann var brátt tekinn fastur og fluttur í sama fangelsið.
Hafði hann verið fundinn sannur að sök frammi fyrir þinginu um
svívirði-legustu glæpi, auk morðs, hórdóms og alls konar ólifnað-ar,
“
glæpi sem ekki var hægt að nefna á nafn”, eftir því sem þingið
Bonnechose, 1. bindi, bls. 247.