56
Deilan mikla
lýsti yfir. Var hann loksins sviftur skrúða sín-um og honum kastað
í fangelsi. Þeir sem á móti páfanum voru sættu ekki betri meðferð,
þeir voru einnig dæmdir frá öllum sínum kröfum og nýr páfi settur í
embætti.
Þrátt fyrir það þótt páfinn sjálfur hefði verið sekur um verri glæpi
en Húss hafði nokkru sinni borið á klerk-ana, og sem hann hafði
heimtað iðrun fyrir, þá hélt samt sami dómstóllinn sem fann páfann
sekan áfram að for-dæma siðbótamanninn. Ofsóknirnar gegn Húss
vöktu mikla og almenna gremju í Bæheimi, Voldugir höfðingj- ar
[86]
fluttu sterk og öflug mótmæli gegn þeim svívirðing-um er ættu sér
stað. Keisarinn, sem ekki vildi láta það viðgangast að loforðin um
grið væru rofin setti sig upp á móti kærunum gegn Húss.
Loksins var Húss leiddur fram fyrir rannsóknar-réttinn; var hann
þá veikburða og aðfram kominn af sjúkdómum og illri meðferð eftir
fangelsisvistina, þar sem hann hafði fengið hitasótt vegna loftleysis
og alls-konar óheilnæmis; hafði sú sótt nálega leitt hann til dauða.
Hann stóð frammi fyrir keisaranum og var í sterkum hlekkjum;
keisaranum sem hafði gefið honum drengskapar loforð fyrir vernd
og öryggi. Rannsóknin stóð lengi yfir og var Húss frá byrjun til
enda stöðugur í vitnisburði sannleikans, og frammi fyrir fjölmennum
skara hinna æðstu veraldlegu og kirkjulegu embættis-manna flutti
hann hátíðleg og einörð mótmæli gegn þeirri spillingu sem ætti sér
stað meðal klerkavaldsins. Þegar honum var boðið að velja um það
að taka aftur orð sín og kenningar eða missa lífið, kaus hann það
heldur að deyja píslarvættisdauða.
Í síðasta skifti var Húss leiddur fram fyrir dóminn. Var það stór
flokkur manna og barst mikið á. Þar var keisarinn sjálfur, konunglegir
menn ríkisins og fulltrúar stjórnarinnar; kardinálarnir, biskuparnir
og klerkarnir; auk þess ótölulegur fjöldi manna sem komið hafði til
þess að sjá og heyra hvað fram færi. Frá öllum kristnum löndum
höfðu verið fengin vitni til þess að koma fram við hina fyrstu miklu
fórn, í hinni löngu baráttu fyrir samvizkufrelsi manna.
Þegar Húss var kallaður fram í síðasta skifti og fullnaðarúrskurð
átti að fella í máli hans, afsagði hann með öllu að víkja hársbreidd frá
sannleikanum og kenn-ingum sínum. Hann hvesti eldleg augu á hinn
einvalda keisara, sem hafði svo svívirðilega rofið loforð sín, og sagði
hátt og einarðlega: “Eg ásetti mér af eiginn fúsum og frjálsum vilja
að mæta fyrir þessum rétti, með opin-berri vernd og friðhelgi keisara