Page 61 - Deilan mikla (1911)

Húss og Jerome
57
þc-ss, sem hér er staddur”.
Sigismundur keisari varð dreyrrauður,
því allra augu störðu á hann.
Húss var dæmdur til dauða og var tafarlaust byrjað á þeim van-
[87]
virðingarathöfnum, sem dóminum fylgdu. í háðungar skyni var fang-
inn færður í prestsskrúða og gerðu biskuparnir það. Þegar hann tók
við prestskáp-unni sagði hann: “Drottinn vor Jesús Kristur var færð-
ur í hvít klæði í háðungar skyni, þegar Herodes hafði farið með hann
til Pilatusar”.
Enn þá var Húss gefinn kostur á því að afturkalla kenningar sínar;
sneri hann sér þá til fólksins og mælti: “Hvernig ætti eg þá að horfast
í augu við skapara minn? Hvernig ætti eg þá að geta litið það fólk,
sem eg hefi boðað hinn hreina og óblandaða gleðiboðskap? Nei, eg
met sáluhjálp þeirra meira virði en þennan lítilfjörlega líkama, sem
nú hefir verið dæmdur til dauða”.
Nú var hann afklæddur einni kápunni eftir aðra, og mælti hver
biskup fordæmingarorð um leið og hann fram-kvæmdi sína vanhelgu
athöfn. Loksins settu þeir húfu á höfuð honum eða þrístrendan
pappírsstrók; voru þar málaðar á alls konar viðbjóðslegar myndir af
djöflinum og þessi orð: “Erki vantrúarmaður”. Orðin voru prent-uð
að framan, þar sem mest bar á þeim. “Með mestu ánægju”, sagði
Húss, “skal eg bera kórónu fyrirlitning-arinnar þín vegna, frelsari
minn, sem sjálfur hefir mín vegna borið þyrnikórónu”.
Þegar Húss hafði þannig verið færður í fyrirlitn-ingarskrúða,
sögðu hinir háu herrar: “Nú felum vér sál þína Djöflinum á vald”.
Og eg”, svaraði Jóhann Húss, og horfði til himins, “fel þér anda
minn Drottinn minn og frelsari Jesús Kristur, því þú hefir endurleyst
mig”.
Nú var Húss fenginn í hendur hinum veraldlegu yfirvöldum og
farið með hann til aftökustaðarins. Ótölu-legur fjöldi fólks fylgdi á
eftir; hundruð vopnaðra manna; prestar og biskupar í skrautklæðum
sínum og íbúarnir í Konstanz. Þegar hann hafði verið bundinn við tré
og alt var reiðubúið til þess að kveikja bálið, var píslar-votturinn enn
þá einu sinni eggjaður á að forða lífi sínu með því að afturkalla villu-
kenningar sínar. “Hvaða villu-kenningar? “ svaraði Húss. “Hvaða
villukenningar á eg að afturkalla? Eg veit mig ekki sokan um neinar
Sjá Bonnechose, II. bindi, 84. bls.
Wylie, 3. bók. 7. kap.
Bonnechose, II. bindi, 86. bls.