58
Deilan mikla
villukenningar. Eg kalla Guð á himnum til vitnis um það að alt sem
eg hefi skrifað og prédikað hefir verið til þess að frelsa sálir manna
[88]
frá glötun; og þess vegna er mér það einkar ljúft og skal gera það
með óblandaðri gleði að inn-sigla með blóði rit mín og prédikanir”.
Þegar logarnir blossuðu umhverfis hann byrjaði hann að syngja:
“
Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér”. Hélt hann þannig áfram
þangað til rödd hans þagnaði eilíflega.
Þegar líkami Húss var brunninn til ösku, var askan og jörðin,
þar sem hún var, tekin upp og henni kastað í fljótið Rín, og barst
hún eftir fljótinu fram til sjávar. Of-sóknarmenn hans héldu það í
einfeldni sinni að þeir hefðu tekið upp með rótum áhrifin af kenn-
ingum hans og sann-leika þess er hann prédikaði. Ekki grunaði þá
það að askan sem þá barst eftir ánni út í hið víðáttumikla haf, bæri
með sér sæði kenninganna til allra landa og allra þjóða heimsins.
Að í þeim löndum jafnvel sem þá voru óþekt yrði hún til þess að
framleiða ávexti er vitni bæru hinum mikla sannleika. Röddin sem
talað hafði í dóms-og rannsóknarsalnum í Konstanz, átti sér bergmál,
sem hljóma skyldi um allar aldir. Húss var úr sögunni líkamlega, en
sannleikur sá er hann kendi og dó fyrir getur aldrei liðið undir lok.
Fyrirmynd hans í staðfestu og óbifanlegri trú varð til þess að styrkja
og staðfesta fjölda manns í baráttunni fyrir sannleikanum, þótt við
þeim blasti ofsókn, hörmungar og dauði.
Líflát Húss hafði orðið öllum heimi ómótmælanlegt vitni um
grimdina í Rómaborg og spillinguna þar. Þótt óvinir sannleikans
vissu það ekki, þá höfðu þeir í raun réttri unnið því málefni gagn er
þeir hugðust að eyði-leggja.
En önnur brenna átti fram að fara í Konstanz. Blóði annars
vitnis átti að úthella fyrir sakir sannleikans. Þegar Jerome kvaddi
Húss, er hann fór af stað til þess að mæta fyrir dóminum, hafði hann
hvatt hann til stað-festu og hugrekkis og hafði sagt að ef hann yrði
í nokk-urri hættu staddur, skyldi hann tafarlaust koma honum til
liðs og aðstoðar. Þegar Jerome Heyrði að Húss hefði verið varpað
í myrkvastofu, hugðist hinn trúi lærisveinn að efna loforð sitt og
drengskaparheit, án nokkurrar und-anfærslu. Hann lagði af stað með
einn fylgdarmann til Konstanz, án þess að hafa nokkurt fyrirheit um
grið.
[89]
Wylie, 3. bók, 7. kap.