Húss og Jerome
59
Þegar þangað kom sannfærðist hann um að hann hefði aðeins
stofnað sjálfum sér í hættu, án þess að honum væri á nokkurn hátt
mögulegt að frelsa Húss. Hann flýði úr borginni, en var tekinn fastur
á leiðinni og flutt-ur til baka í hlekkjum og undir gæzlu nokkurra
hermanna. Þegar Jerome mætti fyrst frammi fyrir dómstólnum og
hann reyndi að svara þeim ákærum sem á hann voru bornar, þá var
kallað svo hátt að hann kom ekki upp nokkru orði: “Brennið hann!
brennið hann!
Honum var varpað í myrkvastofu; hneptur þannig í
hlekki að hann kvaldist af stórkostlega og fékk enga næringu nema
vatn og brauð. Eftir nokkra mánuði varð hann veikur af þeirri grimd
og því illa viðurværi er hann hafði í fang-elsinu og var líf hans í
stórhættu: óvinir hans héldu að ef honum yrði slept út, kæmist hann
ef til vildi undan þeim; tóku þeir því það ráð að fara skár með hann í
fang-elsinu og héldu honum þar í heilt ár.
Árangurinn af dauða Húss hafði ekki orðið sá sem páfavaldið
vonaðist til. Griðarof það sem framið var á honum hafði vakið al-
menna gremju. Þess vegna var það að rannsóknardómurinn áleit að
það væri öruggara að þröngva Jerome til að afturkalla kenningar
sínar, en að lífláta hann, ef mögulegt væri að fá hann til þess. Hann
var leiddur fram fyrir dómstólinn og látinn velja um þá tvo kosti að
taka aftur orð sín og iðrast eða missa lífið á báli. Dauðdagi hefði
verið náðargjöf þegar hann var fyrst tekinn fastur, í samanburði við
þær hörmungar, sem hann hafði orðið að líða. En nú var hann brotinn
og beygður af veikindum og illri meðferð í fangelsinu, áhyggjum
og ofsóknum, þar sem hann hafði verið rifinn brott frá vinum og
vandamönnum; auk þess var hann gagntekinn af angist út af dauða
Húss; hann misti því kjarkinn frammi fyrir hinu mikla ráði og lét
til þess leiðast að afturkalla kenningar sínar. Hann lofaði því að
fylgja kaþólskri trú og samþykti gerðir dómstólsins, þar sem honum
var fyrirskipað að fordæma kenningar John Wycliffes og Húss, að
undanteknum þó “hinum heilaga sannleika”, sem þeir hefðu boðað.
Með þessu móti reyndi Jerome að þagga niður rödd samvizku
sinnar og sleppa við dóminn; en þegar hann var aftur kominn í
[90]
einveruna í myrkvastofunni, sá hann greinilega hvað hann hafði
Bonnechose, I. bindi, 234. bls.
Sama bók, II. b. 141. bls.