Page 64 - Deilan mikla (1911)

60
Deilan mikla
gert. Þá hugsaði hann í næði um trú þá og hugrekki það er Húss
hafði sýnt og hugsaði jafnframt um það hvernig hann sjálfur hafði
neitað sann-leikanum, og hann bar saman breytni þeirra. Hann hugs-
aði um hinn guðlega meistara, sem hann hafði sjálfur heitið að
þjóna, meistara, sem sjálfur hafði liðið dauða á krossinum. Áður en
hann tók aftur kenningar sínar hafði hann fundið huggun, í öllum
sínum þjáning-um, í þeirri fullvissu að vera Guði þóknanlegur; en
nú kvaldist sála hans af iðrun og efasemdum. Hann vissi það að enn
þá meiri afturkallanir yrðu heimtaðar af honum, áður en hann fengi
fullkominn frið við rómversku völdin, og brautin sem hann var að
leiðast út á gat ekki endað öðruvísi en í fullkomnu fráfalli. Hann
ákvarðaði hvað gera skyldi. Hann ásetti sér að afneita ekki Drotni
sínum, til þess að sleppa við stundar þjáningar.
Brátt var hann aftur leiddur fram fyrir rannsóknar-réttinn. Auð-
mýkt hans hafði ekki verið fullnægjandi fyrir dómarana. Blóðþorsti
þeirra, sem espaðist við dauða Húss, heimtaði fleiri fórnir. Jerome
gat ekki bjargað lífi sínu nema með því að hafna algerlega sann-leik-
anum og undantekningarlaust. En hann hafði ásett sér að halda trú
sinni hvað sem það kostaði og fylgja trúbróður sínum á bálið, ef
svo vildi verða. Hann aftur-kallaði hina fyrri afneitun sína og sem
deyjandi maður krafðist hann þess hátíðlega að fá leyfi til þess að
verja sig. Dómendurnir óttuðust áhrif orða hans og heimtuðu að hann
aðeins játaði eða neitaði því sem honum væri boðið. Jerome mót-
mælti slíkri grimd og ranglæti: “Þér hafið haldið mér í myrkvastofu
í þrjú hundruð og fjöru-tíu daga” sagði hann, “og það í reglulegum
kvalastað, þar sem er loftleysi, óþrifnaður og banvæni, ódaun og alls
konar hörmungar, en ómótmælanlegur skortur alls þess er sönnu lífi
tilheyrir; síðan leiðið þér mig fram fyrir þennan dómstól; hlustið þar
á kærur fjandmanna minna, en neitið mér um áheyrn til varnar.” ...
Ef þér væruð virkilega vitrir menn og ljós heimsins, eins og þér
þykist vera, þá munduð þér gæta þess vandlega að syndga ekki gegn
réttlætinu. Að því er mig snertir, þá er eg að eins vesall og dauðlegur
maður. Líf mitt er að eins lítils virði og þegar eg grátbæni yður um
[91]
að fella ekki ranglátan dóm, þá hefi eg ekki eins mikið í huga mína
eigin velferð og yðar sjálfra”.
Bonnechose, II. bindi, 146. og 147. bls.