Page 65 - Deilan mikla (1911)

Húss og Jerome
61
Bæn hans var loksins veitt. Frammi fyrir dómurum sínum féll
Jerome á kné og flutti Drotni sínum heita bæn um það að hinn heilagi
andi mætti stjórna hugsunum hans og orðum; að hann mætti ekki
segja neitt, sem gagnstætt væri sannleikanum eða nokkuð það sem
óverð-ugt væri meistara hans. Á þeim degi voru honum upp-fylt
fyrirheiti Drottins, er hann gaf hinum fyrstu læri-sveinum sínum:
Mín vegna munuð þér leiddir verða fyrir landshöfðingja og konunga
En er þeir framselja yður, þá verið ekki áhyggjufullir um, hvernig
eða hvað þér eigið að tala; því að ekki eruð það þér, sem talið, heldur
andi föður yðar, er í yður talar”.
Orð Jeromes vöktu aðdáun og undrun, jafnvel meðal óvina hans.
í heilt ár hafði hann verið hneptur í myrkva-stofu og hvorki getað
lesið né notið dagsljóssins, líðandi alls konar hörmungar líkamlega
og áhyggjur andlega. Samt voru röksemdafærslur hans frambornar
með svo miklum skýrleik og krafti að líkast var sem hann hefði haft
óhindrað tækifæri til lesturs og lærdóms. Hann benti áheyrendum
sínum á hina mörgu helgu menn, sem dæmdir hefðu verið af rang-
látum dómurum. Svo að segja hjá hverri einustu kynslóð hafa þeir
verið uppi, sem reynt hafa að hefja upp þjóð sína, en verið kastað
út og ofsóttir; en þessir sömu menn hafa síðar verið viðurkendir
sem boðendur sannleikans. Sjálfur Kristur var dauðadæmdur sem
illræðismaður frammi fyrir ranglátum dómstóli.
Þegar Jerome hafði verið neyddur til þess að afturkalla kenningar
sínar, hafði hann fallist á fordæmingu á kenningum Húss. Nú lýsti
hann yfir iðrun sinni og bar vitni um sakleysi og heilagt líferni
píslarvottsins: “Eg þekti hann frá því hann var barn”, sagði Jerome.
Hann var hinn ágætasti maður; réttlátur og heilagur í líferni sínu;
en hann var fordæmdur þrátt fyrir sakleysi sitt. .... Einnig eg — eg
er reiðubúinn til þess að deyja. Eg mun ekki veigra mér við því að
þola þær hörmungar, sem mér eru fyrirhugaðar af óvinum mínum og
ljúgvitnum, sem á degi dómsins verða að standa reikningsskap at-
[92]
hafna sinna og athæfis, frammi fyrir hinum alvalda og mikla Guði,
sem aldrei blekkist af neinum”.
Jerome iðraðist sárlega þeirra gjörða sinna að hann skyldi hafa
afneitað sannleikanum. Hann hélt áfram ræðu sinni á þessa leið:
Matt. 10: 18-20.
Bonnechose, II. bindi, 151. bls.