Page 66 - Deilan mikla (1911)

62
Deilan mikla
pótt eg iðrist allra synda, sem eg hefi drýgt síðan eg man eftir mér
fyrst, þá liggur engin þeirra eins þungt á hjarta mínu og sú synd, sem
leggur mig til jarðar með óútmálanlegum sársauka og sálarangist; sú
syndin sem eg drýgði á þessum stað, þeg-ar eg samþykti þann óguð-
lega dóm, sem feldur var yfir Wycliffe og hinum heilaga píslarvotti
Jóhanni Húss, meistara mínum og vini. Já, eg iðrast þeirrar syndar
af einlægni frá djúpi sálar minnar og lýsi því yfir með skelf-ingu
að eg sveik þá af heigulskap og lét óttann fá yfir-hönd yfir mér,
þegar eg fordæmdi kenningar þeirra, til þess að forðast dauða. Eg
bið því og grátbæni almátt-ugan Guð að hann virðist að fyrirgefa
mér syndir mínar, og sérstaklega þessa synd, sem viðurstyggilegust
er allra minna yfirsjóna”. Síðan benti Jerome á dómarana og sagði
ennfremur einarðlega: “Þér hafið fordæmt Wycliffe og Jóhann Húss;
ekki fyrir þá sök að þeir ógnuðu kenn-ingum kirkjunnar, heldur fyrir
þá sök að þeir bannfærðu svívirðingar þær, sem klerkarnir höfðust að
skraut þeirra og tildur, dramb þeirra og stærilæti og allan ólifn-að
prestanna og hinna lærðu”.
Innan stundar var kveðinn upp yfir honum dauða-dómur. Hann
var leiddur út þangað sem Jóhann Húss hafði látið líf sitt. Hann
söng andlega söngva á leiðinni til aftökustaðarins og andlit hans
Ijómaði af ánægju og friði. Hann horfði í anda á frelsara sinn og
ógnir dauð-ans hurfu honum með öllu. Þegar aftökumaðurinn, sem
átti að kveikia í eldinum, fór aftur fyrir hann sagði písl-arvotturinn
hátt og greinilega: “Komdu fram djarflega, kveiktu í viðarhrúgunni
fyrir framan mig, fyrir augum mínum. Hefði eg verið hræddur þá
hefði eg ekki ver-ið hér”.
Síðustu orðin sem hann mælti, þegar logarnir bloss-uðu umhverf-
is hann, voru bænir til Guðs: “Drottinn, almáttugi faðir”, sagði hann,
miskunna þú mér og fyrir-gef mér syndir mínar, því þú veizt það í
alvizku þinni að eg hefi ávalt elskað sannleika þinn”.
Nú heyrðist
[93]
[94]
[95]
ekki lengur til hans, en varirnar sáust bærast, því hann hélt áfram
bænum sínum. Þegar hann var brunninn til ösku, voru leifarnar og
jörðin þar sem hann var brendur teknar eins og leifarnar af Húss og
þeim kastað í fljótið Rín.
Þannig voru hinir trúu ljósberar Drottins ráðnir af dögum; en
Ijós sannleikans, sem þeir höfðu boðað lifði, það sloknaði ekki —
Bonnechose, II. bindi, 151. og 152. bls.