Page 67 - Deilan mikla (1911)

Húss og Jerome
63
ljós hins mikla fordæmis er þeir gáfu með hugrekki sínu, gat ekki
sloknað. Menn gætu með eins miklum árangri reynt að stöðva sólina
á göngu hennar, eins og það að varna þeim degi að birtast heiminum,
sem jafnvel þá var að renna upp mannkyninu.
Líflát Húss hafði kveikt bál gremju og mótmæla og skelfinga í
Bæheimi. Öll þjóðin fann til þess að hann hafði orðið að bráð illvilja
prestanna og sviksemi keis-arans. Því var lýst yfir að hann hefði
verið trúfastur boðberi Guðs orðs og sannleikans, og dómstóllinn
sem dæmdi hann til dauða var sakaður um morð. Kenningum hans
var nú veitt miklu meira athygli en nokkru sinni fyr. Samkvæmt
skipun páfans höfðu rit Wycliffes verið dæmd til þess að brennast.
En það af þeim sem bjargað hafði verið frá því kom nú í ljós og fyrir
almennings-sjónir; voru þau nú lesin í sambandi við heilaga ritningu
eða þá hluta hennar sem fólkið gat náð í; leiddust á þenn-an hátt
margir út á braut sannrar trúar.
Morðingjar Húss stóðu ekki hjá þegjandi og aðgerða-lausir, þegar
þeir sáu sigur þess málefnis er hann hafði barist fyrir. Páfinn og
keisarinn tóku saman höndum til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu
hreyfingarinnar og var nú herlið Sigismundar sent til Bæheims.
Uppreist, óeirðir og blóðsúthellingar ráku hvað ann-að. Útlendar
hersveitir ruddust inn í Bæheim og inn-byrðis sundrung hélt áfram
að lama þjóðina. Þeir sem fuslega og fast héldu við náðarboðskapinn
voru látnir sæta ofsóknum og eltir með morðvopnum.
Eins og hinir fyrri trúbræður þeirra, sem hræddust skelfingar
afsóknanna og beygðu sig fyrir valdi róm-versku kirkjunnar, þannig
tóku sumir nú til þeirra ráða, en hinir, sem ekki létu afvegaleiðast né
skelfast mynduðu sérstaka kirkju, er þeir nefndu “Hina sameinuðu
bræður”.
[96]
Þetta varð til þess að allir flokkar snerust gegn þeim og formæltu
þeim. Samt sem áður héldu þeir fast við stefnu sína. Þótt þeir yrðu
að flýja ofsóknirnar og hafast við úti í helium og skógum þegar þeir
lásu Guðs orð, þá héldu þeir þó stöðugt áfram í tilbeiðslu til hans.
Þeir fengu vitneskju um hvað á seiði var með því að senda menn
út í ýmsar áttir til njósna. Fréttu þeir á þann hátt að til og frá voru
menn innan um hina sem viðurkendu sannleikann; nokkrir í einni
borginni og nokkrir í annari; en slíkir menn voru ofsóttir hvar sem
þeir komu fram, alveg eins og bræður þeirra sem flúið höfðu. Þeir
komust að því að í Alpafjöllum var gömul kirkja, sem hafði Guðs