64
Deilan mikla
orð fyrir grundvallar kennirgu sína og barðist gegn hjáguðadýrkun
rómversku valdanna. Þessar fréttir fengu þeim ósegjanlegrar gleði,
og bréfa-viðskifti voru hafin við hina kristnu Valdensa.
Bæheimsbúar voru stöðugir í trúnni alla þá löngu hörmunganótt,
sem myrkur ofsóknanna þjakaði þeim. Þegar svartnættið var sem
mest, horfðu þeir í anda þangað sem dagsins og birtunnar var von,
eins og þreytt-ur ferðamaður horfir í anda eftir komandi degi. Þeir
áttu nú í vök að verjast, en þeir mundu eftir orðum Jóhanns Húss,
endurtekin af Jerome, að öld mundi líða áður en af degi birti.
Þeir sem Húss fylgdu voru nefndir Taboritar, og skoðuðu þeir
þessi orð eins og orð Jósefs voru hinum her-leiddu Gyðingum. “Nú
mun eg deyja; en Guð vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu
landi”.
Síðasti hluti fimtándu aldarinnar sýndi árangurinn af starfi
þesasra trúu bræðra, þá fjölgaði allmikið í kirkju þeirra. Þótt þeir
fengju þá alls ekki að vera í friði, þá voru kjör þeirra samt tiltölulega
góð og ofsóknirnar engar í samanburði við það sem verið hafði.
Í byrjun sextándu aldar voru kirkj-ur þeirra orðnar tvö hundruð í
Bæheimi og Moravia.
,
pannig þroskuðust þeir, sem sloppið höfðu
við ofsóknir, sverð og eld; þeir lifðu þá stund að sjá roða af þeim
degi er Húss hafði spáð um.
[97]
Wylie, 3. b., 19. bls
Gilletts, “Líf og æfi Johanns Húss”, 3. útg., II, bindi, 570 bls.
Wylie, 3. b., 19. bls