Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
Fremstur allra sem til þess voru kallaðir að leiða kirkjuna út
úr myrkri páfavillunnar inn í ljós hreinni og sannari kenningar, var
Martin Lúter. Hann var vilja-sterkur, ákafamaður og guðhræddur,
en kunni engan að hræðast nema Drottinn sjálfan og viðurkendi
engan trú-arbragða grundvöll nema hina heilögu ritningu; Lúter var
sá maður, er mest og bezt mátti treysta á þeim tíma; hann var sá
maður sem þörf var á einmitt þegar hann kom fram. Fyrir verk hans
framkvæmdi Drottinn mikið starf fyrir siðabótina í kirkjunni og
upplýsingu mannkynsins.
Eins og aðrir boðberar fagnaðarerindisins var Lúter kominn af
alþýðufólki og fæddur í fátækt. Fyrstu ár æfi sinnar átti hann heima
á fátæku bændaheimili á Þýzkalandi. Faðir hans var snauður námu-
maður og fleytti fram fjölskyldu sinni á daglaunum sínum, en honum
tókst að setja son sinn til menta. Hann ætlaðist til að hann yrði lög-
maður; en Guð hafði ákveðið að gjöra hann að byggingameistara við
hið mikla musteri, sem margar aldir þurfti til að byggja. Erfiðleikar,
skortur og óút-málanleg sjálfsafneitun var það sem fyrir Lúter átti
að liggja; en í þeim skóla hafði alvizka Guðs ákveðið að gera hann
hæfan fyrir það mikla lífsstarf er honum var á hendur falið.
Faðir Lúters var viljasterkur og hugsandi maður; hann var þrek-
mikill og sjálfstæður í mesta máta; ráð-vandur, ákveðinn og einbeitt-
ur í öllu. Hann gerði sér glögga grein fyrir lífsskyldum sínum og
framfylgdi þeim hvað sem það kostaði. Skynsemi hans og djúphygni
komu honum til þess að vantreysta páfakenningunum og munka-
[98]
reglunum. Honum gramdist það meira en með orðum verði lýst
þegar Lúter sonur hans gekk í klaustur, án þess að fá samþykki hans.
Liðu síðan tvö ár þannig að þeir feðgarnir voru ósáttir; jafnvel eftir
að þeir sættust að nafninu til, hafði faðir hans þó sömu skoðanirnar.
Foreldrar Lúters lögðu mikið í sölurnar til þess að menta börn
sín og koma þeim til náms. Þau reyndu að kenna þeim þekkinguna á
Guði almáttugum og sannleika hinnar kristnu trúar, jafnframt kristi-
legu líferni. Lúter heyrði föður sinn oft biðja Guð þess að sonur hans
65