Page 70 - Deilan mikla (1911)

66
Deilan mikla
mætti ávalt geyma nafn Drottins í huga sér og hjarta, og að sá tími
mætti koma að hann yrði til þess að útbreiða guðlegan sannleika.
Foreldrar barnanna gerðu alt, sem þeirra þröngu kringumstæður
leyfðu, til þess að þau gætu þroskast og mentast og styrkst í öllu því
sem gott var og siðsamlegt. Þau voru samtaka og einlæg í því að
börnin þeirra yrSu Guði þóknanleg í líferni sínu og framferði, og
ríki hans til útbreiðslu og eflingar. Þau voru vilja-sterk og einbeitt,
og voru ef til vill stundum of hörð við börn sín. En þótt hinn mikli
siðbótamaður vissi ef til vill að þeim hefði þar skjátlast, þá fann hann
í fari þeirra miklu fleira og meira er hann dáðist að og vildi fylgja,
en hitt sem honum féll ekki í geð.
Lúter var látinn byrja skólanám þegar hann var mjög ungur; var
þar farið illa með hann að ýmsu leyti; ónærgætni og jafnvel ofbeldi
var oft og einatt beitt við hann. Svo gjörsnauð voru foreldrar hans, að
þegar hann varð að fara á skóla í fjarlægð hafði hann ekkert að kaupa
fyrir viðurværi og varð því að syngja fyrir dyrum manna á götum
úti til þess að afla sér daglegs brauðs; og samt leið hann oft af skorti.
Mjög sennilega hefir það verið meðfram af þessum ástæðum að
hann varð þunglyndur og geðveill; hann sökti sér niður í trúarbragða
hugsanir og sál hans fyltist angist og ótta. Hann gekk til hvíldar að
kveldi eftir unnið dagsverk, og skoðaði í huga sér með skelfingu þá
dimmu framtíð er hann hlyti að eiga í vændum; hann óttaðist sjálfur
Guð almáttugan eins og væri hann strangur, vægðarlaus dómari,
grimm-ur og miskunnarlaus harðstjóri, fremur en mildur himn-eskur
faðir.
En þrátt fyrir þetta þunglyndi og þessa sálarangist var Lúter
[99]
fyrirmynd í líferni sínu að því er siðferði og ráðvendni snerti; sál
hans var í eðli sínu hrein og hjarta hans var snortið af öllu því sem
háleitt var og göfugt. Hann hungraði og þyrsti eftir þekkingu, og hið
stað-fasta mikla eðli hans varð til þess að hann leitaði fremur þess
varanlega og sanna, en hins sem ekki var nema yfir-borðstildur og
til þess að sýnast.
Þegar hann var 18 ára fór hann á háskólann í Erfurt. Voru þá
framtíðarhorfur hans bjartari og hagur hans betri í alla staði en verið
hafði á fyrri námsárum hans. Foreldrar hans höfðu með starfsemi
og sparnaði komist í bærilegar kringumstæður og ætluðu þau nú að
styrkja hann við námið í öllu sem hann þurfti. Áhrif mikilsvirtra
vina hans höfðu einnig orðið til þess að þunglyndi hans minkaði.