Page 71 - Deilan mikla (1911)

Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
67
Hann las nú með áfergju verk allra beztu höf-unda og færði sér í
nyt af alefli dýpstu hugsanir þeirra og kenningar; gerði hann þannig
fjársjóðu þeirra að sínum eiginn. Jafnvel á meðan hann var undir
harðstjórn sinna fyrri kennara, hafði það komið í ljós að í honum
bjó eitthvað meira en minna að því er gáfur og hæfileika snerti; en
nú, þegar breyttar voru allar kringumstæður til hins betra, þroskaðist
hugur hans eins og blóm er sólin vermir eftir regn og kalsa. Minnið
var frábærlega gott; viljaþrekið óviðjafnanlegt og rökleiðsluaflið tak-
markalaust. Af þessu leiddi það að Lúter óx brátt í áliti samnemenda
sinna og félaga. Sjálfstjórn sú sem hann hafði yfir að ráða þroskaði
skilning hans og hvatti huga hans til starfa, og hinn glöggi skilningur
sem hann hafði á því er hann las. sá, heyrði og hugsaði um, bjó
honum brautir í þeirri lífsbaráttu sem fyrir honum átti að liggja.
Lúter óttaðist Guð í hjarta sínu, og hélt það honum staðföstum
í áformum sínum og hreinum í breytni sinni, annars vegar, en auð-
mjúkum í bænum og einlægum í trú hins vegar. Hann gerði sér
glögga grein fyrir þeirri þörf, er hann stöðugt hafði á guðlegri að-
stoð og hann lét það aldrei bregðast að byrja hvern einasta dag með
bæn til síns himneska föður; en hjarta hans leitaði jafnan ná-lægðar
Drottins og styrks frá honum: “Að biðja Guð í einlægni”, sagði hann
oft, “ er betri helmingur námsins”.
Einhverju sinni vildi það til að Lúter var að skoða bækur í bóka-
[100]
safni háskólans og rakst þar þá á latneska biblíu. Þá bók hafði hann
aldrei séð fyr. Hann vissi jafnvel ekki að hún væri til. Hann hafði
heyrt part af guðspjöllunum og pistlunum, sem lesin voru upp fyrir
fólkinu við opinberar guðsþjónustur og hafði hann haldið að það
væri öll biblían; annað Guðs orð væri ekki til. Hann fann bæði til
undrunar og ótta, þegar hann fletti þessari helgu bók. Hjarta hans
barðist hraðara og blóðið streymdi fjörugar um líkama hans, þegar
hann fór að lesa sjálfur orð lífsins; og hann hætti lestrinum öðru
hvoru og sagði við sjálfan sig: “Ó, að Guð gæfi mér slíka bók til
eignar!
Lúter þráði það einlæglega að verða laus við syndir sínar og fá
frið við Guð, og þess vegna var það að hann tók það fyrir að ganga í
klaustur. Þar varð hann að vinna hin lægstu verk og ganga betlandi
húsa á milli. Hann var á þeim aldri, þegar menn venjulega þrá mest
Siðabótasaga 16. aldarinnar, eftir D’Aubigné, 2. b. 2. kap