Page 72 - Deilan mikla (1911)

68
Deilan mikla
virðingu og álit og voru því þessi störf í hæsta máta sær-andi og
þungbær hans verulega eðli. En hann bar og þoldi niðurlæging sína
með stilling og undirgefni, trúandi því að þetta væri sér nauðsynlegt
vegna synda sinna.
Hann varði hverju augnabliki sem hann gat frá sínum daglegu
störfum til þess að lesa og stytti oft svefn-tíma sinn á þann hátt; sá
hann jafnvel eftir þeim stutta tíma sem hann hafði til máltíða. Guðs
orð var það sem hann lagði stund á að lesa framar öllu öðru. Hann
hafði fundið biblíu, sem var fest við hlekk í klausturveggnum. í henni
las hann mörgum stundum. Sannfæring hans fyrir syndum sínum óx
dag frá degi og reyndi hann stöð-ugt að afplána þær með sínum eigin
verkum og fá þannig frið við Guð og fyrirgefning. Hann lét alt á móti
sér sem hugsast gat; fastaði, vakti og kvaldi sjálfan sig, og reyndi
á þann hátt að yfirbuga allar illar tilhneigingar, sem honum fanst
hann hafa sér til syndar; en sem honum fanst munkalífið ekki hreinsa
sig frá á neinn hátt. Hann veigraði sér við engum pintingum, sem
hann hélt að verða mættu til þess að ávinna honum þann hreinleika
sálar og hugsunar, sem gerði hann hæfan að mæta frammi fyrir
augliti Drottins og standast dóm hans. “Eg var vissulega guðhræddur
munkur”, sagði hann síðar, “og fylgdi regl- um þeirrar deildar sem
[101]
eg tilheyrði strangar en eg geti lýst með orðum. Ef munkur gæti
nokkru sinni áunnið sér himnaríkissælu með verkum sínum, þá hefði
eg vissulega átt það skilið Hefði eg haldið þessu áfram miklu lengur,
þá hefði eg líklega kvalið og pínt sjálfan mig til dauða”.
Vegna alls
þess sem Lúter hafði orðið að þola og lagt á sig, förlaðist honum
heilsa og kraftar hans bil-uðu; hann þjáðist af yfirliðum, og læknaðist
hann aldrei af þeim til fullnustu. En hvað sem hann lét á móti sér og
hvernig sem hann reyndi að öðlast frið og ró með eigin verkum, tókst
honum það aldrei. Hann var kominn að dyrum örvæntingarinnar.
Þegar Lúter sýndist öll von úti, vakti Drottinn upp vin og aðstoð-
armann honum til líknar. Hinn guðhræddi maður Staupitz opnaði
huga Lúters fyrir sannleika Guðs orðs og bað hann að gleyma sjálf-
um sér; hætta þessum eilífu sjálfspintingum fyrir brot gegn boðum
Guðs, en snúa sér í þess stað til Jesú Krists, sem fyrirgefur syndir
manna og frelsar frá þeim: “Í stað þess að pinta sjálfan þig fyrir
syndir þínar skaltu varpa áhyggjum þínum upp á Krist, kasta þér
D’Aubigné, 2. bindi, 3. kap.