Page 73 - Deilan mikla (1911)

Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna
69
í faðm frelsara þíns. Treystu honum, sem lifði heilögu lífi; treystu
honum sem dó fórnardauða. .... Hlustaðu á Guðs son; hann gerðist
maður til þess að tryggja þér guðleg gæði; elskaðu hann sem elskaði
þig að fyrra bragði”.
Þannig mælti þessi sendiboði miskunnarinnar.
Orð hans höfðu djúp áhrif á huga Lúters. Eftir erfiða baráttu gegn
langvarandi villu, varð honum mögulegt að skilja sannleikann og
friður færðist loks yfir hans óróu sál.
Lúter var enn þá sannur sonur páfakirkjunnar og kom honum
ekki til hugar að hann mundi nokkru sinni breyta frá því. Samkvæmt
vísdómsráði Guðs var því þannig hagað að hann ferðaðist til Róma-
borgar. Hann fór þangað fótgangandi og gisti í klaustrum á leiðinni.
Á munkaþingi í ítalíu óx honum í augum skrautið og skart-ið og
viðhöfnin sem þar var. Munkarnir þar höfðu mikl-ar tekjur og lifðu í
vellystingum praktuglega og hvern dag í dýrðlegum fagnaði. Þeir
bjuggu í skrautlegum bú-stöðum og héldu sig sem bezt í öllu. Með
djúpum sárs-auka bar Lúter þetta saman við allar þær pintingar og
[102]
alla þá sjálfsafneitun sem hann sjálfur hafði lagt á sig. Hugur hans
var að komast á ringulreið.
Loksins sá hann í fjarska sjöhæða borgina. Hann fleygði sér
til jarðar í djúpri guðhræðslu og sagði: “Heilaga Rómaborg; eg
heilsa þér
Hann kom inn í borgina; skoðaði kirkjurnar, hlustaði
á hinar einkenni-legu sagnir, sem prestarnir og munkarnir fluttu
og for í gegn um allar reglur sem heimtaðar voru. Alstaðar bar
honum það fyrir augu, er fylti hann undrun og viðbjóði. Hann sá að
ójöfnuður átti sér stað meðal allra flokka, klerka og munka; hann
heyrði klúryrði hrökkva af vörum þeirra manna, er helgaðir voru
Drotni; hann varð frá sér numinn af guðlasti því, sem hann heyrði
til þeirra, jafn-vel í sjálfri messunni. Þegar hann var í félagsskap
við munka og borgarana, var hann sjónar-og heyrnarvottur að alls
konar ólifnaði og svívirðum. Hvert sem hann sneri sér, jafnvel inni
í helgustu stöðum kirkjunnar sjálfrar heyrði hann guðlast og sá
syndsamlegar athafnir. “Enginn getur gert sér í hugarlund hvílíkar
syndir eru drýgðar og hvílík ódæði eru framin í Rómaborg”, skrifaði
hann við þetta tækifæri. “Enginn getur trúað þessu nema því að eins
að hann sjái það og heyri sjálfur. Til dæmis er það siður manna þar
D’Aubigné, 2. bindi, 3. kap.
D’Aubigné, 2 bók, 6. kap.