Page 149 - Deilan mikla (1911)

Stórkostleg trúarvakning
145
til Bretlands og þeim víða útbýtí þar. Bækur og tímarit um þetta
efni voru endurprentuð á Englandi og árið 1842 var það að Robert
Winter, sem var enskur maður, en hafði kynst endurkomukenning-
un-um í Vesturheimi, for aftur heim til ættjarðar sinnar til þess að
kunngjöra endurkomu Drottins. Margir gengu í lið með honum og
boðskapurinn um dómsdag var fluttur um ýmsa parta Engalnds.
Á Þýzkalandi hafði þessi kenning verið flutt á átjándu öldinni
af manni sem Bengel hét og var lútersk-ur prestur og frægur fyrir
lærdóm sinn og dómgreind á ritum biblíunnar.
Rit Bengels hafa hlotið mikla útbreiðslu um allan hinn kristna
heim; kenningar hans um spádómana voru svo að segja alment við-
urkendar í hans eigin ríki Wurtem-berg og talsvert einnig í öðrum
hlutum Þýzkalands. Hreyfingin hélt áfram eftir dauða hans og var
endur-komukenningin flutt í Þýzkalandi á sama tíma sem hún var
boðuð annarsstaðar. Snemma var það að nokkrir af þeim sem end-
urkomunni trúðu fóru til Rússlands og stofnuðu þar nýlendur; er
kenningin um endurkomu Krists enn þá flutt í þýzku kirkjunni þar í
landi.
Ljósið skein einnig á Frakklandi og Svisslandi. Í Genf, þar sem
Calvin og Farel höfðu boðað sannleika siðabótarinnar, útbreiddi
[198]
Gaussen boðskapinn um endur-komuna.
Á Norðurlöndum var kenningin einnig boðuð og vakti hún bæði
djúpa hreyfingu og yfirgripsmikla. Margir vöknuðu af svefni and-
varaleysisins, játuðu syndir sínar og sneru til hreinna lífernis; þeir
leituðu fyrirgefningar í nafni Krists. En prestarnir í ríkiskirkjunni
risu upp á móti hreyfingunni, og fyrir áhrif þeirra var það að sumir
þeirra sem boðskapinn fluttu voru teknir og þeim varpað í fangelsi.
Víða þar sem flytjendur boðskaparins um endurkomu Krists voru
þannig sviftir málfrelsi, þóknað-ist Drotni að gera þau kraftaverk að
láta lítil börn flytja boðskapinn. Með því að þau voru innan lögald-
urs, gátu lög landsins ekki dæmt þau til fangelsis og var þeim leyft
að tala án hindrunar.
Hreyfingin var sterkust meðal hinna lægstu stétta þjóðfélagsins,
og það var í hinum lítilmótlegu híbýlum verkamannanna, sem fólkið
kom saman til þess að heyra kenningarnar. Börnin sjálf sem pré-
dikuðu voru flest frá alþýðufólkinu. Sum þeirra voru ekki eldri en
sex eða átta ára; en þó þau í líferni sínu sýndu það að þau elskuðu
frelsara sinn og reyndu að lifa samkvæmt hinum heilögu boðum og