Page 148 - Deilan mikla (1911)

144
Deilan mikla
Þannig hélt hann stöðugt áfram störfum sínum, þang-að til boð-
skapurinn um dóminn var kominn um mikinn hluta hins bygða
heims. Á meðal Gyðinga, Tyrkja, Persa, Hindúa og margra annara
þjóða og kynkvísla boðaði hann orð Drottins á þeirra ýmsu málum
og kunngjörði hvervetna híð komandi ríki Messíasar.
Þegar hann ferðaðist um Bokara komst hann að raun um að
boðskapurinn um endurkomu Krists var einnig skilinn af þessari
einstæðu og afskektu þjóð. “Arabar og Yemen”, segir hann, “eiga
bók sem þeir kalla “Seera”. í þessari bók er boðuð endurkoma Krists
og hans dýrðlega ríkis, og býst þessi þjóð við því að stórkostlegir
viðburð-ir muni eiga sér stað árið 1840”
Eg var sex daga í Yemen”,
segir hann, “með börnum Rekabs. Þau drekka engin vín, gróðursetja
engan vínvið, sá engu sæði og eiga heima í tjöldum; þau muna eftir
hinum gamla góða Jonadab, syni Rekabs, og eg fann á meðal þeirra
Ísraels-börn af kynþætti Dans .... sem vonast eftir því ásamt börnum
Rekabs að Messías muni bráðlega birtast í skýjum himins”
Samskonar trú fann annar trúboði meðal Tartara. Tartaraprestur
spurði trúboðann hvenær Kristur mundi koma í annað skifti. Þegar
trúboðinn sagðist ekkert vita um það, virtist presturinn verða stein-
hissa á þeirri fá-vizku hjá manni, sem þættist vera ritningarfróður og
[195]
biblíukennari; sagði hann sína eigin trú, er hann sagðist byggja á
[196]
[197]
spádómunum, og var hún sú að Kristur mundi birtast aftur um árið
1844.
Jafnvel eins snemma og 1826 hófst kenning á Eng-landi um
Endurkomu Krists. Hreyfingin þar fékk ekki eins ákveðið form og
hún hlaut í Vesturheimi. Alment var það ekki kent hvenær Krist-
ur kæmi; það er að segja tíminn var ekki nákvæmlega ákveðinn;
en hinn mikli sannleikur um það að Kristur kæmi bráðlega í allri
sinni dýrð var víða boðaður með alvöru. Og þessi kenning ríkti
ekki einungis meðal sértrúarmanna og þeirra, sem lausir voru við
ríkiskirkjuna. Mourant Brock, enskur rithöf-undur segir að um sjö
hundruð prestar úr ensku kirkj-unni hafi lagt það fyrir sig að prédika
þennan “fagnaðar-boðskap um ríkið”. Bent var einnig á árið 1844,
sem endurkomutíma Krists, meðal manna á Englandi. Bæklingar
um endurkomuna, sem út voru gefnir í Banda-ríkjunum, voru sendir
Journal of the Rev Joseph Wolff, bls. 377.
Sama bók, bls. 289.