Stórkostleg trúarvakning
143
hversu nærri endurkoman sé” svaraði Wolff á þessa leið: “Sagði
Drottinn vor að um þann dag og þá stundu skyld-um vér aldrei vita
?
Sagði hann oss ekki einmitt tímatákn til þess að vér skyldum að
minsta kosti vita hvenær koma hans væri nálæg, alveg eins og maður
veit að sumarið er í nánd er trén taka að skjóta frjóöngum? Matt. 24,
32.
Er oss aldrei ætlað að vita um það tímabil, þrátt fyrir það þótt
Drottinn sjálfur hvetji oss ekki einungis til þess að lesa spádóma
Daníels, heldur einnig til þess að skilja þá?
Auk þess er það ekki ætlun Drottins að segja með þessu að
nálæging þess tíma skuli menn ekki vita, heldur hitt að daginn og
stundina muni enginn þekkja nákvæm-lega. Hann segir að nóg skuli
menn vita með því að taka eftir táknum tímanna, til þess að undirbúa
oss svo að vér getum veitt honum viðtöku, eins og Nói undirbjó
örkina”
Um tuttugu og fjögra ára skeið, milli 1821 og 1845 ferðaðist
Wolff víða um lönd ; hann var í Afríku ; Egypta-landi og Abessíníu; í
Asíu, þar á meðal í landinu helga, Syríu, Persíu, Bokhara og Indlandi
....
hann ferðaðist meðal hinna viltustu þjóða án þess að hafa vernd
frá nokkrum Evrópiskum yfirvöldum; varð hann á þeim ferð-um að
þola alls konar erfiðleika og leggja sig í hinar mestu hættur. Hann
var húðstrýktur, sveltur, seldur sem þræll og þrisvar sinnum dæmdur
til dauða. Hann var ofsóttur af ræningjum, og stundum lá við að
hann léti lífið af þorsta. Einu sinni var hann rændur öllu sem hann
átti og varð að ferðast þannig hundruð mílna um fjöll og firnindi á
[194]
móti hríð og hörku; gekk hann berfættur á freðinni jörð og snjó.
Þegar hann var varaður við að ferðast vopnlaus þar sem væru
villumenn og óvinasveitir, svaraði hann og sagði: “Eg er vopnað-
ur”, — bænin, áhugi fyrir málefni Krists og traust á hjálp hans eru
vopn mín”. “Auk þess hefi eg ást á Guði og mönnum í hjarta mínu
og biblíuna í hendinni”
Hann hafði með sér biblíuna á ensku og
hebresku hvar sem hann fór. Um eina af hinum síðari ferðum sínum
fer hann þessum orðum: “Eg .... hafði biblíuna opna í hendinni; eg
fann það að eg hlaut kraft frá þessari bók, og að afl hennar mundi
veita mér sigur”
Wolff, “Researches and Missionary Labors”, bls. 404. 105.
Adams, W.H.D. “In Perils Oft”, bls. 192.
Sama bók, bls. 201.