Page 146 - Deilan mikla (1911)

142
Deilan mikla
þegar endirinn kemur segir spámaðurinn að: “Margir munu rannsaka
hana og þekkingin mun vaxa”
Páll postuli varaði kirkjuna við því að vonast eftir komu Krists á
sínum dögum. “Látið engan villa yður á nokkurn hátt, því að ekki
kemur hann nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birt-
ist”
Það er ekki fyr en eftir hið mikla fráfall og eftir að “maður
syndarinnar” hefir stjórnað lengi að vér getum vænst komu Krists.
Maður syndarinnar”, sem einnig er nefndur “leyndardómur guðleys-
isins”, “sonur glötunarinnar” og “hinn glataði”, táknar páfavaldið,
sem átti að halda völd-um í 1260 ár, samkvæmt spádómunum. Þetta
tímabil endaði árið 1798. Koma Krists gat ekki átt sér stað fyr en
þá. Páll tekur með varúð sinni yfir hið kristna tímabil niður til ársins
1798.
Það er eftir þann tíma, sem endur-koma Krists á að vera boðuð.
Enginn slíkur boðskapur hefir átt sér stað á liðnum öldum; Páll
kendi hann ekki, eins og vér höfum tekið fram. Marteinn Lúter ákvað
dómsdag hér um bil þrjú hundruð árum eftir sinn dag. En síðan 1798
hefir bók Daníels verið opnuð; þekking á spádómunum hefir vaxið
og margir hafa kunngjört hinn hátíðlega boðskap að dómsdagur sé í
nánd.
Jafnframt hinni miklu siðabót sextándu aldar, birtist endurkomu
hreyfingin í ýmsum kristnum löndum. Bæði í Evrópu og Ameríku
voru bænræknir og trúaðir menn, sem leiddust til þess að lesa spá-
dómana og rekja hinar innblásnu frásagnir, og sáu þeir öll merki þess
að hinir síðustu tímar væru nálægir. Í ýmsum löndum voru krist-in
félög til og frá, sem í raun og veru komust að þeirri niðurstöðu við
lestur ritningarinnar að endurkoma lausn-arans væri í nánd.
[193]
Árið 1821, þremur árum eftir að Miller hafði komist að niður-
stöðu með skýringu sína á spádómunum, þar sem bent var á dómsdag,
var það að Dr. Joseph Wolff, “trú-boði heimsins”, byrjaði að lýsa
því yfir að koma frelsar-ans væri nálæg.
Wolff trúði því að endurkoma Drottins væri nálæg, og var þýðing
hans á spádómunum þannig að hann lagði mikla áherzlu á að þetta
mundi ske innan fárra ára frá því sem Miller hafði til tekið. Þeim
sem héldu því fram að samkvæmt ritningunni “vissi enginn maður
daginn né stundina”, og að “menn eigi ekki að vita neitt um það
Daníel 12 : 4.
2.
Þess. 2, 3.