Stórkostleg trúarvakning
Stórkostleg trúarvakning er fyrir sögð í spádóminum við boðun
hins fyrsta engils um hina nálægu endurkomu Drottins í 14. kap.
Opinberunarbokarinnar. Engill sést fljúga “um miðhimininn, og hélt
hann á eilífum fagnað-arboðskap til að boða þeim sem á jörðinni
búa og sér-hverri þjóð og kynkvísl og tungu og lýð”. “Með hárri
röddu” flutti hann boðskapinn: “Óttist Guð og gefið hon-um dýrð,
því að kominn er stund dóms hans, og tilbiðjið hann, sem gert hefir
himininn og jörðina og hafið og upp-sprettur vatnanna”
Það í sjálfu sér að sagt er að engill flytji þessa að-vörun er eftir-
tektavert. Með hreinleika, dýrð og krafti hins himneska sendiboða,
hefir guðlegum vísdómi þókn-ast að upphefja eðli þess verks, sem
vinnast átti með boð-skapnum, og þess máttar og þeirrar dýrðar, sem
það átti að hafa í för með sér. Og flug engilsins “um miðhim-ininn”,
hin “háa rödd”, sem flytur boðskapinn og sú til-kynning til allra
“
sem á jörðunni búa” — “sérhverrar þjóðar og kynkvíslar og lýðs”
—
alt þetta gefur til kynna hraðann og hina heimsvíðu útbreiðslu
hreyfingarinnar.
Boðskapurinn sjálfur gefur það til kynna hvenær þessi hreif-
ing muni eiga sér stað. Því er lýst yfir að það verði nokkur hluti
“
hins eilífa fagnaðarboðskapar” og . boðskapurinn tilkynnir byrjun
dómsins. Fagnaðarboð-skapur endurlausnarinnar hefir verið fluttur
um allar aldir, en þetta er sá hluti fagnaðarboðskaparins, sem ekki
gat verið fluttur fyr en á síðustu dögum, því ekki fyr en þá gat það
verið rétt að stund dómsins væri komin. Spá- dómarnir flytja hvern
[192]
viðburðinn á fætur öðrum, sem eru inngangur að byrjun dómsins.
Þessu er sérstaklega þann-ig varið að því er bók Daníels snertir; en
þeim hluta spá-dóma sinna sem snertu hina síðustu daga var Daníel
boðið að loka “og innsigla þangað til endirinn kemur”. Boðskapur
um dómsdag gæti ekki verið fluttur oss fyr en sá tími kemur, með því
að slíkur boðskapur yrði að byggjast á uppfylling spádómanna; en
Opinb. 14 : 6, 7.
141