Page 150 - Deilan mikla (1911)

146
Deilan mikla
kröfum Guðs, þá voru þau samt að öðru leyti aðeins gædd venjuleg-
um skilningi og skerpu barna á þeirra aldri. Þegar þau stóðu frammi
fyrir fólkinu og töluðu, var það auðséð að þeim var stjórnað af æðra
afli, sem þá veitti þeim aukinn styrk andlega. Málblær og tilburðir
breyttust og með hátíðlegum krafti vöruðu þau tilheyrendur sína við
komandi dómi og notuðu orð-rétt kenningar ritningarinnar: “Óttist
Guð og gefið hon-um dýrðina, því komin er stund dóms hans”. Þessi
börn átöldu fólkið fyrir syndir þess; fordæmdu þau ekki ein-ungis
ósiðferði og lesti, heldur einnig veraldlegar hugs-anir og andvara-
leysi og hvöttu tilheyrendur sína til þess að bæta sem fyrst ráð sitt til
þess að umflýja reiði hins komandi dóms.
Fólkið hlustaði með ótta. Hinn sanníærandi kraftur heilags anda
talaði í hjarta þess. Margir leiddust til þess að rannsaka ritninguna
með nýjum og dýpri áhuga en áður; óráðvendnis-og óhófsmenn
létu snúast til siðsam-legs lífernis; aðrir lögðu niður illa siði, og svo
mikil áhrif hafði þessi hreyfing að jafnvel prestar ríkiskirkjunnar
[199]
[200]
[201]
urðu nauðugir viljugir að viðurkenna að Guðs hönd hlyti að stjórna
hreyfingunni.
[202]