Siðabótin í vesturheimi
pað varð hlutskifti William Millers og félaga hans að prédika
aðvörunina um endurkomu Krists í Bandaríkj-unum. í því landi urðu
miðstöðvar stórkostlegrar endurkomu hreyfingar; það var þar sem
spádómurinn um boð-skap fyrsta engilsins uppfyltist á beinastan
hátt.
Einlægur og hreinhjartaður bóndi, sem hafði leiðst til að efast
um hinn guðlega uppruna ritningarinnar, en þráði það þó einlæglega
að komast að raun um sannleikann, var sérstaklega útvalinn af Guði
að ryðja braut boðskapnum um endurkomu Krists. Eins og margir
aðrir siðabóta-menn hafði William Miller orðið að berjast við fátækt
og skort; hafði hann því lært það sem mörgum hefir komið að góðu
—
þrautseigju og sjálfsafneitun.
Hann var líkamlega hraustur og það lýsti sér þegar í æsku að
hann var gæddur meira en meðal andlegum hæfileikum; eftir því
sem hann þroskaðist kom þetta enn þá glöggar í Ijós; hugsunin
var vakandi og þroskuð og hann hungraði og þyrsti eftir þekkingu.
Þrátt fyrir það þótt hann nyti ekki æðri mentunar, var hann námfús;
hugsaði nákvæmlega það sem hann las og hafði frábær-lega skýra
dómgreind; varð hann því einkar víðsýnn mað-ur og sjálfstæður í
skoðunum. Siðferði hans var svo hreint að enginn hafði neitt út á
líferni hans að setja og mannorð hans að öllu fullkomið; naut hann
almenns álits fyrir hreinleika, sparsemi og góðgirni. Með sérstöku
þreki og kappi betraði hann snemma efnahag sinn, en hélt þó áfram
að bæta sjálfan sig með stöðugum lestri. Hann hafði á hendi ýms
embætti, bæði í hernum 202 og í borgaralegu lífi, og fórust honum
[203]
þau öll vel. Allir vegir auðs og virðinga virtust standa honum opnir.
Móðir hans var frábærlega guðhrædd kona og hafði hann vanist
á guðrækni í æsku. Á yngri árum sínum hafði hann þó lent í félagi
við efasemdarmenn, og höfðu þeir meiri áhrif á hann vegna þess
að flestir þeirra voru heiðvirðir menn og fullir mannkærleika. Með
því að þeir lifðu í því mannfélagi, þar sem kristilegar stofnanir voru
fjölda margar, urðu þeir eðlilega fyrir áhrifum þessara stofnana. Það
147