Page 152 - Deilan mikla (1911)

148
Deilan mikla
manngildi sem hafði unnið þeim álit áttu þeir að þakka biblíunni, og
samt sem áður var þessum góðu dygðum svo misbeitt að þær urðu
til þess að vinna á móti áhrifum Guðs orðs. Með því að umgangast
þess í menn, félst Miller að nokkru leyti á skoðanir þeirra. Þýðing
og skýring biblíunnar fanst honum þannig vaxin að henni fylgdu
óyfirstíganlegir erfiðleikar. Samt sem áður var það þannig að þessi
nýja trú hans bauð ekken betra þótt biblían samkvæmt henni væri
einskisvirt; var hann því eigi ánægðari en áður. Samt sem áður hafði
hann þessar skoðanir hér um bil í tólf ár; en þegar hann var þrájtíu
og fjögra ára kom heilagur andi yfir sál hans og vakti hjá honum
meðvitundina um syndasekt hans. í hinni fyrri trú sinni fann hann
enga fullvissu um sæln hinum megin grafarinnar. Framtíðin var
dimm og döpur.
Þannig var hann í nokkra mánuði: “Skyndilega birt-ist mínum
innra manni eðli frelsarans glögglega og með miklum áhrifum”,
sagði hann. “Mér virtist sem svo gæti verið að til væri sá sem væri
algóður og svo hluttekning-arsamur að hann gæfi sjálfan sig til fórnar
fyrir yfir-sjónir vorar og frelsaði oss þannig frá synd og hegningu.
Eg fann það brátt hversu kærleiksrík slík vera væri og fanst mér sem
eg gæti sjálfur kastað mér í faðm hennar og treyst miskunn hennar
að öllu leyti. En þá reis upp spurning í huga mínum: Hvernig er
mögulegt að sanna að slík vera sé til? Utan biblíunnar fann eg engar
sann-anir fyrir tilveru slíks frelsara og jafnvel ekki fyrir tilveru eftir
dauðann
Eg sá það að biblían kendi einmitt þess konar frelsara sem eg
þurfti. Og mér fanst það óskiljanlegt að óinn-blásin bók skyldi geta
komið fram með kenningar einmitt um frelsara, sem nákvæmlega
uppfylti þarfir heimsins sem var undir oki syndarinnar. Eg varð
[204]
nauðugur viljug-ur að játa það að ritningin híyti að vera innblásin af
Guði. Ritningin varð mér til fagnaðar og eg fann vin par sem Jesús
var. Frelsarinn varð mér öllu dýrmætari; og ritningin, sem áður var
óglögg og ósamkvæm sjálfri sér, varð nú lampi minna fóta og ljós
á mínum vegum. Hugur minn varð ákveðinn og rólegur. Nú fór eg
aðallega að lesa biblíuna, og get eg með sanni sagt að eg leitaði í
henni með öllum fögnuði. Eg fann það út að mér hafði aldrei verið
kendur helmingur ritningarinnar. Eg undr-aðist það að eg skyldi ekki
fyr hafa séð hátíðleik hennar og fegurð, og ekki undraðist eg það
síður að mér skyldi nokkru sinni hafa verið mögulegt að hafna henni.