Siðabótin í vesturheimi
149
Eg fann í henni opinberað alt sem hjarta mitt þráði og lækn-ing allra
minna andlegu meina; eg slepti aldrei löngun til þess að lesa nokkuð
annað og beitti mínum innra manni til þess að öðlast vísdóm frá
Guði”
Miller játaði nú opinberlega trú á það sem hann hafði hafnað
og fyrirlitið; en hinir trúlausu félagar hans voru ekki seinir á sér að
koma fram með allar þær sannanir, sem hann sjálfur hafði notað
á móti hinum guðlega upp-runa biblíunnar. Hann var þá ekki við
því búinn að svara þeim; en hann hugsaði sem svo að ef biblían
væri guðlega innblásin, þá hlyti hún að vera sjálfri sér samkvæm, og
vegna þess að hún hafði verið gefin mönnunum til eftir-breytni, þá
hlyti hún að vera þannig að þeir gætu skilið hana. Hann ákvað að
lesa biblíuna rækilega með sjálfum sér og komast að raun um hvort
ekki væri mögulegt að samþýða allar þær mótsagnir, sem þar virtust
vera.
Hann reyndi nú að losa sig við allar fyrri ályktanir; hætta við
allar orðabækur eða biblíuskýringar og bera sjálfur biblíuna saman
við sjálfa sig með aðstoð spássíu-skýringanna og samhljóðunarinnar.
Hann stundaði þetta nám sitt með staðfestu og reglu-semi. Hann
byrjaði á sköpunarsögunni og las vers eftir vers svo hægt og gæti-
lega að hann væri viss um að skilja alt jafnótt fullkomlega. Þegar
eitthvað kom fyrir sem honum fanst myrkt, var það regla hans að
bera það saman við alt annað, sem að einhverju leyti virtist snerta
það málefni, sem um var að ræða. Hvert einasta orð var látið hafa
[205]
áhrif á efnið og ef skoðun hans var í samræmi við allar samhliða
greinar, þá hurfu allir erfiðleikarnir. Þannig var það þegar hann rakst
á kafla, sem var tor-skilinn, þá fann hann annan kafla í biblíunni,
sem var hinum til skýringar. Með því hann las með einlægri bæn um
guðlegan skilning, varð það nú glögt og auðskilið íyrir honum, sem
honum fanst óskiljanlegt áður. Hann reyndi nú sannleikann í orðum
sálmaskáldsins: “Útskýr-ing orðs þín upplýsir, gjörir fávísa vitra”
Með takmarkalausri gaumgæfni las hann bók Daníels og Opin-
berunarbókina, og notaði sömu aðferð til skiln-ings og skýringar og
hann hafði gert við aðra parta biblí-unnar; fann hann það þá sér til
djúprar gleði að hin lík-ingarfullu orð spámannsins voru skiljanleg.
S. Bliss, “Memories of Wm. Miller”, 65-C7.
Sálm. 119 : 130.