150
Deilan mikla
Hann sá það að spádómarnir, sem þegar höfðu verið uppfyltir, höfðu
komið fram bókstaflega: bæði líkingar, dæmisögur og orðatiltæki
voru ýmist skýrð tafarlaust þar sem þau voru framsett, eða skýring
þeirra kom fram á öðrum stað í ritningunni, og þegar það var þannig
útskýrt, átti það æfinlega að skiljast bókstaflega. “Þannig var eg
sannfærður um það”, sagði hann, “að biblían er kerfi af opinberuð-
um sannleika, sem svo er greinilega og einfald-lega framsettur að
jafnvel hinn villuráfandi, þótt skiln-ingslaus sé, þarf ekki að villast á
honum”
Með mikilli staðfestu fann hann hlekk eftir hlekk í keðju
sann-leikans, þegar hann gekk rim eftir rim upp stiga hinna miklu
spádóma. Himneskir englar leiðbeindu hugsunum hans og opnuðu
skilning hans á ritningunum.
Miller fann hina bókstaflegu, persónulegu endurkomu Krists
greinilega kenda í ritningunum. Páll postuli segir: “Því að sjálf-
ur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu
Guðs stíga niður af himni og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst
upprísa”
Og frelsar-inn segir: “Og þær munu sjá manns-soninn
komandi á skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð”. “Því að
eins og eldingin gengur út frá austri og sést alt til vest-urs, þannig
mun verða tilkoma manns-sonarins.” “Og hann mun senda út engla
sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans út-
völdum”
[206]
Þegar Kristur kemur munu hinir framliðnu, sem réttlátir voru
rísa upp og hinir lifandi sem réttlátir eru munu ummyndast. Páll
segir: “Sjá eg segi yður leynd-ardóm; Vér munum ekki allir sofna,
en allir munum vér umbreytast. Í einni svipan, á einu augabragði,
við hinn síðasta lúður; því að lúðurinn mun gjalla og hinir dauðu
munu upprísa óforgengilegir og vér munum umbreytast; því að
þetta hið forgengilega á að íklæðast óforgengileik-anum, og þetta
hið dauðlega á að íklæðast ódauðleikan-um”
Og í bréfi sínu til
Þessaloníkumanna segir hann, eftir að hann hefir lýst endurkomu
Drottins: “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils-
raust og með básúnu Guðs stíga niður af himni, og þeir sem dánir
eru í trú á Krist munu fyrst upprísa; síðar munum vér sem lif-um,
Bliss. “Memories of Win. Miller”, bls. 70.
1.
Þess. 4 : 16
Matt. 24 : 30, 27, 31.
1.
Kor. 15 : 51-53.