Page 155 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin í vesturheimi
151
sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýj-um til fundar við
Drottinn í loftinu, og síðar munum vér vera með Drotni alla tíma”
Lýður Drottins getur ekki hlotið ríki hans fyr en Kristur birtist í
eigin persónu; frelsarinn sagði: “En er manns-sonurinn kemur í dýrð
sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann sitja í hásæti dýrðar
sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum
og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn skilur
sauðina frá höfrunum; og hann mun skipa sauðun-um sér til hægri
handar og höfrunum sér til vinstri handar. Þá mun konungurinn segja
við þá til hægri handar: Komið þér hinir blessuðu föður míns og
takið að erfð rík-ið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims”
Vér höfum séð það í þeim ritningargreinum, sem hér er vitnað
í, að þegar mannsins sonur kemur þá eru hinir dauðu risnir upp
óforgengilegir og hinir lifandi ummynd-aðir. Með þessari miklu
breytingu verða þeir undir það búnir að meðtaka ríki Drottins; því
Páll segir: “En það segi eg bræður, að hold og blóð getur eigi erft
guðsríki; eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann”. (I.
Kor. 15, 50). Maðurinn, eins og hann er nú, er forgengi-legur, en
guðsríki mun verða óforgengilegt og ævarandi. Þess vegna getur
maðurinn ekki komist í guðsríki eins og hann nú er; en þegar Jesús
kemur, veitir hann fólki sínu ódauðleikann og síðar kallar hann þá
[207]
til að erfa það ríki, sem þeir hafa aðeins verið erfingjar að.
Spádómarnir sem allra greinilegast virðast segja fyrir endurkomu
Krists eru í bók Daníels 8. kap. og 14. v., og hljóða þannig: “Og
hann sagði við hann: Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar,
og þá mun helgidóm-urinn hreinsaður verða”. (Ensk þyðing).
Miller fylgdi þeirri reglu að láta biblíuna ávalt skýra sig sjálfa
og með því lærði hann að dagur í henni táknar í líkingarfullum
spádómum, eitt ár; hann sá að 2300 spá-dómsdagar eða bókstafleg
ár hlytu að ná lengra en til sáttmálans við Gyðinga og þess vegna
gátu þau ekki átt við helgidóm þess sáttmála. Miller fylgdi þeirri
almennu skoðun að á dögum kristninnar sé jörðin helgidómurinn;
skildi hann það því þannig að hreinsun helgidómsins, sem spáð er
um í Daníel 8, 14, þýddi hreinsun jarðarinnar með eldi þegar Kristur
kæmi í annað sinn. Ef hægt væri því að finna byrjunina á hinum
1.
Þess. 4 : 16, 17.
Matt. 25 : 31-34.