152
Deilan mikla
2300
dögum, þá ályktaði hann að hægt væri að reikna út endurkomu
Krists. Þannig mætti segja fyrir tíma hinnar miklu eyðileggingar;
tím-ann þegar þessi heimur með allri sinni dýrð og skrauti og afli,
hégóma og glaumi, spillingu og undirokun skyldi líða undir lok;
bölvunin yrði numin af jörðinni, dauð-inn deyddur, verðlaun veitt
þjónum Drottins, spámönnum og helgum mönnum og þeim sem
óttast nafn hans, og þeir skyldu tortímast, sem jörðina eyða
Miller helt áfram að rannsaka spádómana með enn þa dýpri al-
vöru; varði hann heiium nóttum og dögum til þess að rannsaka það,
sem hann hafði áður talið lítils virði, en sá nú að var afar þýðingar-
mikið. í áttunda kapítula Daníelsbókar gat hann engin merki fundið
til þess, hvenær þessir 2300 dagar byrjuðu. Þótt Gabriel engill segði
Daníel að hann ætti að skilja það sem hann sá, hafði hann samt ekki
skýrt sýnina fyrir honum nema að nokkru leyti. Þegar spámaðurinn
sá hina hræðilegu ofsókn, sem kirkjan átti að verða fyrir, þá örmagn-
aðist hann. Hann þoldi þá ekki meira, og engillinn yfirgaf hann um
tíma; Daníel leið í ómeginn og var veikur um hríð: “En eg Daníel
varð sjúkur um hríð, því næst komst eg á fætur og þjónaði erindum
konungs; og eg var mjög undr- andi yfir sýn þessari, en skildi hana
[208]
ekki. Og eg heyrði mannsrödd milli Úlaíbakka, sem kallaði og sagði:
Gabriel, útskýr þú sýnina fyrir þessum manni”
Samt hefir Guð gefið sendiboða sínum þessi fyrir-mæli: “Útskýr
þú sýnina fyrir þessum manni”. Sú skipun verður að uppfyllast. Til
þess að hlýða skipaninni kom engillinn eftir nokkurn tíma til Daníels
aftur og mælti: “Daníel, nú er eg út genginn, til þess að veita þér
glöggan skilning”; “tak því eftir orðinu og gef gætur að vitran-inni”
Eitt mikilsvert atriði var í sýninni í áttunda kapítulanum, sem ekki
hafði verið skýrt. Það var atriðið um tímann, — 2300 daga tímabilið.
Þess vegna er það, að þegar engillinn fer að skýra málefnið, leggur
hann mesta áherzlu á tímann:
“
Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg
Vit því og hygg að: frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út
gekk, til hins smurða höfð-ingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og
tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að
þrengingar-tímar séu. Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn
Bliss, “Memories of Wm. Miller”, bls. 76.
Dan. 8 : 27, 16.
Dan. 9 : 22, 23, 25-27.