Page 157 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin í vesturheimi
153
smurði afmáður verða, án þess að hann hafi nokkuð til saka unnið”.
Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á einni sjöundinni, en að
hálfnaðri sjöundinni mun hann aftaka slátursfórnina og matfórnina”.
(
pýðing frá 1866, og er það í samræmi við ensku biblíuþýðinguna)
Engillinn hafði verið sendur til Daníels í þeim ákveðnu erindum
að skýra fyrir honum það, sem hann hafði ekki skilið í sýninni í
áttunda kapítulanum; það er orðin viðvíkjandi tímanum: “Tvö þús-
und og þrjú hundr-uð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn
aftur verða kominn í samt lag”. Eftir að engillinn hafði boðið Daníel
að “taka eftir orðinu og gefa gætur að vitraninni”, eru fyrstu orð
hans þessi: “Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heil-
ögu borg”. Orðið, sem hér er lagt út “ákveðið”, þýðir bókstaflega
afmarkað”. Sjötíu vik-ur, sem tákna 490 ár, eiga samkvæmt orðum
engilsins að afmarkast, að því er sérstaklega snertir Gyðingaþjóðina
En frá hverju voru þau afmörkuð? Með því að 2300 dagarnir voru
eina tímabilið, sem á er minst í áttunda kapítulanum, þá hlýtur það
að vera tímabilið, sem sjötíu vikurnar áttu að afmarkast af. Sjötíu
[209]
vikurnar hljóta því að vera nokkur hluti af hinum 2300 dögum, og
bæði tímabilin hljóta að byrja samtímis. Engillinn lýsti því greini-
lega yfir að hinar sjötíu vikur byrji á þeim tíma, þegar boðorðið
um endurreisn Jerúsalemsborgar út gekk. Væri mögulegt að finna
hvenær það boð var gefið, þá mætti reikna út byrjun hins mikla 2300
daga tímabils.
Í sjöunda kapítula Ezrabókar má finna þessa ákvörð-un
Í full-
komnustu útgáfu er hún gefin af Artaxerxes Persakonungi, 457 f.
Kr. En í 6. kapítula og 14. versi Ezrabókar er sagt að hús Drottins
hafi verið by.gt í Jerusalem, “samkvæmt boði Cyrusar og Dariusar
og Artaxerxes Persakonungs”. Þessir þrír konungar gáfu tilskip-un-
inni fullkomleik þann er hún þurfti samkvæmt spádóm-inum, til
þess að takmarka byrjun 2300 ára tímabilsins, eftir að þeir höfðu
byrjað, endurtekið og fullkomnað skipunina. Ef árið 457 f. Kr. er
talið, sem sá tími, þegar tilskipanin var fullkomnuð og þess vegna
sem ártal boð-orðsins, þá sést það að öll atriði, sem til voru tekin í
spá-dóminum viðvíkjandi hinum sjötíu vikum, hafa verið uppfyllt.
Dan. 9 : 22, 23, 25-27.
Ezra 7 : 12-26.