154
Deilan mikla
“
Frá þeim tíma er skipunin um uppbygging Jerú-samelsborg-
ar gekk út og alt til hins smurða eru sjö vikur, og þrennar tuttugu
og þrjár vikur” (ensk þýðing)—nefni-lega sextíu og níu vikur, eða
483
ár. Tilskipan Artaxerxes gekk í gildi um haustið 457 f. Kr. Frá
þeim tíma liðu 483 ár til haustsins 27 e. Kr, og þá var þessi spádóm-
ur uppfyltur. Orðið “Messias” þýðir “hinn smurði”. Haustið 27. e.
Kr. var Kristur skírður af Jóhannesi og meðtók hann þá smurningu
heilags anda. Pétur postuli vitnar um að: “Guð smurði hann heil-
ögum anda og krafti”. Og frelsar-inn sjálfur sagði: “Andi drottins
er yfir mér, vegna þess að hann smurði mig til að flytja fátækum
gleðilegan boð-skap”.
Eftir skírnina fór hann til Galíeu, “prédikaði
fagnaðarboðskapinn um guðs ríki og sagði”, “tíminn er fullnaður”.
“
Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á einni sjöundinni”.
“
Vikan”, sem hér er talað um, er hin síðasta af hinum sjötíu. Það eru
seinustu sjö árin, sem sérstaklega voru ákveðin Gyðingaþjóðinni.
Á þessum tíma, sem nær frá 27 árum eftir Krist til 34 árum eftir
[210]
Krist, var gleðiboðskapurinn sérstaklega boðaður Gyðing-um, fyrst
af Kristi sjálfum og síðar fyrir munn lærisveina hans. Þegar postul-
arnir fóru af stað til þess að flytja gleðiboðskapinn, lagði Jesús þeim
ráð á þessa leið: “Leggið eigi leið yðar til heiðingja og gangið eigi
inn í nokkra borg Samverja; en farið heldur til hinna týndu sauða af
húsi Ísraels”
“
En að hálfnaðri sjöundinni mun hann afnema slát-ursfórnina og
matarfórnina”. Árið 31 eftir Krist, eða hálfu þriðja ári eftir skírnina,
var frelsari vor krossfestur. Með hinni miklu fórn á krossinum, end-
aði tímabil hinna miklu fórna, sem í fjögur þúsund ár höfðu verið
tákn Guðs Lambs. Hið frumlega var komið í stað táknsins og allar
fórnfæringarnar og offrin, er um hönd voru höfð sem tákn, áttu þá
að hætta.
Hinar sjötíu vikur, eða 490 ár, sem sérstaklega voru veitt Gyð-
ingaþjóðinni, enduðu árið 34 eftir Krist, eins og vér höfum séð. Þá
innsiglaði þjóðin þá ákvörðun sína, að hrynda frá sér náðarboðskapn-
um með því að lífláta Stefán píslarvott og ofsækja fylgjendur Krists;
þetta var framkvæmt af dómstóli Gyðinganna. Þá var boðskapur
sáluhjálparinnar fluttur öllum heimi og ekki takmarkað-ur einung-
Lúk. 4 : 18.
Mark. 1 : 14, 15..
Matt. 10 : 5, 6.