Page 159 - Deilan mikla (1911)

Siðabótin í vesturheimi
155
is við hina útvöldu þjóð. Lærisveinarnir voru neyddir til þess að
flýja frá Jerúsalem vegna ofsókna. “En þeir, sem nú tvístraðir voru,
fóru víðsvegar og boð-uðu orð fagnaðarerindisins”. “En Filippus fór
norður til borgarinnar í Samaríu og prédikaði þeim Krist”. Pétur, sem
leiddur var af hendi Guðs, flutti hundraðshöfðingj-anum í Sesareu,
hinum guðhrædda Kornelíusi, fagnaðar-boðskapinn, og Páll postuli
með eldmóði sínum, sem snúist hafði til kristinnar trúar, var til þess
útvalinn að flytja gleðiboðskapinn “til heiðingja, langt í burtu”
Fram að þessu hefir hvert eitt og einasta atriði spá-dómanna
komið fram óskeikullega, og byrjun hinna sjötíu vikna er ákveðin án
nokkurs efa árið 457 fyrir Krist og endir þeirra 34 eftir Krist. Með
því að miða við þessi ártöl er það hægðarleikur að finna hvenær
hinir 2300 dagar enda. Hinar sjötíu vikur—490 dagar—má draga
frá hinum 2300 dögum; eru þá eftir 1810 dagar. Eftir að hinir 490
[211]
[212]
[213]
dagar voru liðnir, áttu enn þá að uppfyllast 1810 dagar. Frá árinu 34
eru 1810 ár til ársins 1844. Þess vegna er það að hinir 2300 dagar,
sem getið er um í spádómsbók Daníels 8, 14., enda árið 1844. Við
endi þessa mikla spádómstímabils, samkvæmt vitnisburði engils
Drottins “á helgidómurinn að komast í samt lag”. Þannig var það að
hreinsun helgidómsins, sem nálega alment var talið að mundi verða
við endurkomu Krists, hefir verið greinilega til tekin.
Þegar Miller hafði byrjað að lesa biblíuna á þann hátt sem hann
gerði það, til þess að sanna að hún væri opinberun frá Guði, hafði
honum alls ekki komið til hug-ar að hann mundi komast að þeirri
niðurstöðu, sem raun varð á. Sjálfur gat hann tæplega trúað sinni
eigin upp-götvun. En sönnun ritningarinnar var skýrari en svo að
fram hjá henni yrði gengið.
Og til þess nú að kunngjöra það öðrum, sem hann fann að greini-
lega var kent í heilagri ritningu, fann hann hjá sér ómótstæðilega
skylduþrá. “pegar eg var að vinna störf mín”, sagði hann, “hljómuðu
þessi orð stöðugt í eyr-um mínum: ‘Far þú og boðaðu heiminum
hættu þá, sem hann er í’”. Þetta prédikunarefni kom stöðugt upp í
huga mínum: “Þegar eg segi við hinn óguðlega, þú hinn óguð-legi
skalt deyja! og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við
breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir misgjörð sína;
en blóðs hans vil eg krefjast af þinni hendi. En hafir þú varað hinn
Postulas. 8 : 4, 5; 22 : 21.