Page 160 - Deilan mikla (1911)

156
Deilan mikla
óguðlega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur
samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en
þú hefir frelsað líf þitt”
Mér fanst að ef hinir óguðlegu væru vel
aðvaraðir, þá mætti svo fara að fjöldi þeirra iðraðist, og að væru þeir
ekki aðvaraðir, þá yrði blóðs þeirra krafist af minni hendi”
Nú byrjaði hann að skýra frá skoðunum sínum í sam-tali sínu
við menn þegar tækifæri gafst; bað hann Guð að láta áhrif orðsins
vinna þannig á huga einhvers pré-dikara að hann fyndi kraft þess
og hvöt hjá sér til þess að boða það. En hann gat ekki hrundið frá
sér þeirri hugsun að það væri skylda sjálfs hans að aðvara menn.
Orðin endurhljómuðu stöðugt í huga hans: “Far þú og kunngerðu
[214]
heiminum það; blóðs þeirra verður krafist af J?inni hendi”. Níu ár
liðu; byrðin hvíldi enn þá sem farg á sálu hans, þangað til árið 1831
að harm skýrði í fyrsta sinni opinberlega frá ástæðum fyrir trú sinni.
Eins og Elisa var kallaður frá verki sínu, þar sem hann var með
uxa sína á akrinum, til þess að taka við vígslukápunni og hefja
spámannsstarf sitt, þannig var einnig William Miller kallaður frá
plóginum til þess að opinbera fólkinu leyndardóma guðsríkis. Með
hálfum huga hóf hann starf sitt og leiddi áheyrendur sína fet eftir
fet í gegn um spámannstímabilin til endurkomu Krists. Við hverja
tilraun óx honum kraftur og hugrekki, þegar hann sá hinn mikla og
útbreidda áhuga fyrir því starfi, sem hann hafði með höndum og því
orði sem hann kendi.
Það var aðeins samkvæmt beiðni bræðra hans, að hann tók að
prédika skoðanir sínar opinberlega; í orðum bræðra sinna heyrði
hann Guðs rödd. Hann var nú fimtugur að aldri, óvanur opinberum
ræðuhöldum og með glöggri meðvitund um það hversu fjarri væri
því að hann væri til þessa starfs hæfur, sem fyrir honum lá. En frá
byrjun var starf hans blessað ríkulega og ósegjanlega með frelsun
sálna. Eftir fyrstu ræðu hans varð afarsterk trúarvakning, sem sneri
heilum þrettán fjölskyldum að undanteknum tveimur einstaklingum.
Tafarlaust var skorað á hann að tala á öðrum stöðum og svo að
segja alstaðar urðu áhrifin hin sömu; áhugi manna vaknaði fyrir
útbreiðslu guðsríkis. Syndarar sneru frá villu síns vegar, kristnir
menn fyltust dýpri eldmóði og guðsdýrkun og efasemdarmenn og
Esek. 33 : 8, 9.
Bliss, “Memoirs of Wm. Miller”, 92. bls.