Siðabótin í vesturheimi
157
guðleysingjar leiddust til þekking-ar sannleikans á gildi biblíunnar
og kristinnar trúar. Vitnisburður þeirra sem hann starfaði á meðal
var þannig: “Hann kemst inn að hugsun þess flokks mann-félagsins,
sem aðrir menn ná ekki”
Prédikanir hans voru til þess ætlaðar að
vekja hugsun fólksins til dýpri meðvitundar á hinum miklu atriðum
trúarinnar og hnekkja hinu vaxandi gjálífi og veraldlegum lifnaði
þeirrar aldar.
Nálega í hverjum bæ voru tugir manna, og sumstað-ar hundruð,
sem snúist höfðu til lífernisbetrunar af pré- dikunum hans. Víða
[215]
voru honum heimilaðar mótmæl-endakirkjur svo að segja af öllum
trúarflokkum, og fékk hann oft boð um það að koma frá prestum
hinna ýmsu safnaða í senn. Hann setti sér þá ófrávíkjanlegu reglu að
starfa aldrei þar, sem hann hafði ekki verið beðinn að koma, og samt
leið ekki á löngu áður en honum var ómögu-legt að sinna helmingi
þeirra boða, sem hann fékk.
Margir voru þeir sem ekki féllust á kenningar hans að því er
hinn nákvæma endurkomu tíma snerti, en fundu samt til þeirrar þarf-
ar, sem þeir höfðu á nærveru Krists og undirbúningi undir hana. Í
sumum stórum borgum vakti starf hans afarmikla eftirtekt og áhrif.
Áfengis-salar hættu iðn sinni og breyttu vínsölum sínum í sam-
komusali; spilahús hættu að starfa; trúleysingjar, efa-samdarmenn,
algyðistrúarmenn og jafnvel hinir vonlaus-ustu guðsafneitendur sner-
ust til siðbóta, og það sumir menn sem ekki höfðu komið í guðshús
svo árum skifti. Bænasamkomur voru stofnaðar innan hinna ýmsu
safn-aða á ýmsum stöðum og svo að segja á öllum tímum, og komu
verzlunarmenn saman um miðja daga til lofgjörðar og bænahalds.
Enginn trúarofsi var þessu samfara, held-ur svo að segja almennur
helgi-og hátíðablær á öllum og öllu. Verk hans var eins og hinna
fyrstu boðenda fagnað-arerindisins að því leyti að það vakti fremur
hugsun manna og skilning og samvizku, en að það æsti og vekti
óstjórnlegar tilfinningar.
Árið 1833, tveimur árum eftir að Miller byrjaði að kenna opin-
berlega boðskapinn um endurkomu Krists, birtist hið síðasta tákn
sem heitið var af frelsaranum sjálfum, sem merki um endurkomu
hans. Jesús sagði: “Og stjörnurnar munu hrapa af himni”
Og Jó-
Bliss, “Memoire of Wm. Miller”, bls, 138.
Matt. 24 : 29.