158
Deilan mikla
hannes segir í Opinberunarbókinni, þegar hann leit það í sýninni,
sem boða skyldi dag Drottins: “Og stjörnur himinsins hröpuðu niður
á jörðina eins og fíkjutré, skekið af storm-vindi fellir vetraraldin
sín”
Þessi spádómur uppfyltist á greinilegan og ómótmælanleg-
an hátt í stjörnuregninu 13. nóvember 1833. Þá urðu hin mestu og
ótrúlegustu stjörnuhröp, sem nokkur saga skýrir frá: “Öll festingin
í öllum Bandaríkjunum var þá svo klukkustundum skifti eins og
ölduþrungið eldhaf! Ekkert frábrigði hefir nokkru sinni skeð í þessu
[216]
landi síðan það fyrst bygðist, sem eins mikið var dáðst að af einum
flokki mannfélags-ins, en horft á með eins miklum kvíða og skelf-
ingu af öðrum”. “Hátíðleikur þessa viðburðar og hin gagntak-andi
fegurð er mörgum enn í fersku minni. ... Aldrei hafa fallið þéttar
regndropar en loftsteinar féllu þá til jarðar, í austur, vestur, norður
og suður voru sömu stór-merkin. Í stuttu máli leit svo út sem allur
himininn væri í hreyfingu. ... Þessi viðburður, eins og honum er lýst
í riti professors Sillimans, sást um alla Norður-Ameríku. .... Frá því
klukkan tvö og þangað til albjart var orðið var himininn alheiður og
skýlaus, en stöðugt Ijósaleiftur lék með ósegjanlegri fegurð og hraða
um alla himinhvelf-inguna.
“
Engin orð geta með neinni nákvæmni lýst þeirri fegurð og dýrð,
sem einkendi þessa miklu sýn — enginn sem ekki sá með eigin
augum getur ímyndað sér eða haft nokkra hugmynd um þá fegurð.
Það var engu líkara en að allar stjörnur himinsins hefðu safnast
saman á einn stað rétt uppi yfir höfði manns og sendu allar í einu út
frá sér ljósörvar með óreiknanlegum hraða og óútmálan-legri fegurð
til allra parta himinhvolfsins — og þó væri altaf nóg eftir; þúsundir
stjarna virtust hrapa niður og altaf virtust aðrar þúsundir vera fyrir
til þess að hrapa á eftir, rétt eins og þær hefðu verið skapaðar fyrir
þessa sýningu”
“
Trúrri mynd af hinu aldna fíkjutré, sem kast-ar
frá sér fíkjum sínum þegar það svignar fyrir vindi, hefði ekki verið
mögulegt að hugsa sér”
Þannig komu fram síðustu tákn endurkomu Krists, sem hann
hafði sagt lærisveinum sínum frá: “pannig skuluð þér og vita að
Opinb. 6 : 13.
Devens, R.M., “American Progress; eða The Great Events of the Greatest Century”,
28.
kap., 1-5 bindi
F. Reed, in the Christian Advocate and Journal, 13. des. 1833.
“
The Old Countryman”, in Portland ev. Advertiser, 26. nóv. 1833.