Siðabótin í vesturheimi
159
þegar þér sjáið alt þetta, þá er hann í nánd, fyrir dyrum”
Á eftir
þessum táknum sá Johannes, sem hina stærstu viðburði er verða
ættu, himininn sviftast burt eins og bókfell, jörðina skjálfa og hvert
fjall og hverja ey færast úr stað, og hina óguðlegu leitast við að flýja
burt frá augliti Guðs
Margir sem horfðu á stjörnuhrapið skoðuðu það sem teikn um
[217]
komu dómsdags. “Skelfingar virkileik, vissan fyrirboða, teikn mis-
kunnar um hinn ægilega og mikla dag”
Þannig var athygli fólksins
beint að uppfylling spádómanna; og margir snerust og gáfu gaum
aðvörun-um þeim, sem birtust um endurkomuna.
Miller vann ekki að störfum sínum hindrunarlaust; hann átti
biturri mótstöðu að sæta. Það var með hann eins og hina fyrri siða-
bótamenn, að sannleika þeim er hann boðaði voru veittar árásir
af trúarbragðakennurun-um. Sökum þess að þeir gátu ekki sannað
kenningar sínar með ritningunni, urðu þeir að grípa til mannasetn-
inga og kenninga feðranna; en Guðs orð óbreytt var það eina sem
kennendur endurkomunnar tóku gilt. “Vér förum eftir ritningunni og
ritningunni einni” var orðtak þeirra. Þegar andstæðingar þeirra gátu
ekki varið mál sitt með ritningunni, gripu þeir til þeirra ráða að beita
háði og aðhlátri. Hvorki tími, fé né gáfur voru spöruð til þess að
óvirða þá, sem ekkert annað höfðu til saka unnið en það að líta með
fögnuði til þess tíma er Drottinn þeirra birtist aftur og að leitast við
að lifa hreinu líferni og hvetja aðra til þess að búa sig undir komu
Krists.
Illræðismennirnir reyndu ekki einungis að vinna á móti áhrifum
endurkomu boðskaparins, heldur einnig reyndu þeir að ráða þann af
dögum sjálfan, er boðskap-inn flutti.
Miller kendi ritninguna og sýndi þeim er til hans heyrðu hvernig
kenningar hennar ættu að vera fluttar inn í daglegt líferni; þessar
kenningar gagntóku hjörtu þeirra sem trúðu, en vöktu gremju og
mótstöðu hjá hin-um, sökum þess að ráðist var á eigingirni þeirra
og óhreint líferni: þeir voru hjartanlega ánægðir með sjálfa sig og
reiddust öllum aðfinningum; Miller talaði hreint og beint og særðu
orð hans eigi sjaldan, þá er honum voru and-stæðir. Mótstaða þeirra
sem kirkjunni tilheyrðu kom hinum lægra flokki mannfélagsins til
Matt. 24 : 33.
Opinb. 6 : 12-17.
Opinb. 6 : 12-17.