Page 164 - Deilan mikla (1911)

160
Deilan mikla
þess að grípa til ósæmilegra ráða, og sórust óvinir Millers í félag til
þess að taka hann af lífi, er hann fór frá guðsþjónustu. En heilagir
englar voru á verði, og einn þeirra í mannslíki tók í handlegg þessum
þjóni Drottins og leiddi hann í gegn um hættuna frá hinum æsta skríl.
Verki hans var enn ekki lokið og Djöfullinn og útsendarar hans urðu
[218]
fyrir vonbrigðum í áformum sínum.
Öld eftir öld hafði Guð boðað heiminum aðvaranir með þjónum
sínum; en þeim hafði öllum verið tekið með vantrú og andvaraleysi.
Þegar óguðleiki þeirra, sem fyrir syndaflóðið lifðu kom Drotni til
þess að láta þá farast, lét hann þeim fyrst kunnar fyrirætlanir sínar,
til þess að þeim gæfist færi á að bæta ráð sitt og snúa frá villu vega
sinna. Um hundrað og tuttugu ár var þeim boðið að iðrast, til þess að
reiði Guðs skyldi ekki falla á þá og þeir verða eyðilagðir. En þessi
boðskapur hljóm-aði í eyrum þeirra sem hégómi og þeir trúðu ekki,
þeir voru forhertir í illverkum sínum og gerðu gys að sendi-boða
Drottins; töldu orð hans einskis virði og ásökuðu hann jafnvel um
yfirskyn og hroka. “Hvernig dirfist einn maður að setja sig upp á
móti öllum stormennum jarðarinnar?” sögðu þeir. Ef boðskapur Nóa
var sannur, hvers vegna sá þá ekki allur heimurinn það og trúði
honum ? Hvaða gildi hefir staðhæfing eins einasta manns á móti
skynsemi allra þeirra þúsunda, sem öðru halda fram? Á dögum Nóa
trúðu menn ekki aðvörunum hans og leituðu sér ekki hælis í örkinni.
Þeir sem gys gerðu að Nóa bentu á náttúrulögin; þeir bentu á
árstíðirnar, sem fylgdu hver annari í réttri röð; þeir bentu á hinn
heiða himinn, sem aldrei hafði opnast til þess að steypa niður þvílíku
regni, sem spáð var um. Þeir bentu á hina grænu haga, endurnærða
af dögg næturinnar, og þeir sögðu: “Talar hann ekki í dæmisögum?”
Í fyrirlitningarskyni lýstu þeir því yfir að prédikari réttlætisins væri
æstur ofstækistrúarmaður, og þeir héldu áfram í sínum veraldlegu
nautnum, enn þá ákafari en áður; enn þá siðspiltari en fyr. En trúleysi
þeirra hindraði ekki það sem um var spáð. Guð sýndi þeim hið
mesta langlundargeð, þrátt fyrir þeirra spilta líferni og veitti þeim
nægilegan tíma og tækifæri til þess að iðrast og bæta ráð sitt; en
þegar hinn ákvarðaði tími kom féll dómur hans yfir þá, sem hafnað
höfðu miskunn-semi hans.
Kristur segir að samskonar trúleysi muni eiga sér stað í sambandi
við endurkomu hans. Eins og menn á dögum Nóa “vissu eigi af fyr en
flóðið kom og hreif þá alla burt, — þannig mun verða koma mannsins
[219]