Siðabótin í vesturheimi
161
sonar”
Þegar þeir sem þykjast vera Guðs útvalið fólk sameinast
þeim, sem veraldlega eru sinnaðir, lifa lífi þeirra og taka höndum
saman við þá í fyrirboðnum skemtunum; þegar sællífi veraldarinnar
er flutt inn í sjálfa kirkjuna; þegar hjúskapar klukkurnar gjalla og allir
vænta margra ára veraldlegs sællífis — þá munu enda skyndilega
allar þeirra fölsku missýnir, eins og þegar elding slær niður af himni.
Eins og Drottinn sendi þjón sinn til þess að vara við hinu kom-
andi flóði, þannig sendi hann útvalda þjóna sína til þess að kunngjöra
nálægð hins síðasta dóms. Og eins og samtíðarmenn Nóa hlógu að
spádómum prédikarans, er hann flutti boðskap réttlætisins, þannig
voru þeir margir á dögum Millers, jafnvel meðal þeirra sem Guði
þóttust fylgja, sem gerðu gys að viðvörunarorðum hans.
Og hvernig stóð á því að kenningar og prédikanir Krists um
endurkomu hans voru eins óvelkomnar innan kirkjunnar og raun
varð á? Þar sem endurkoma Drott-ins flytur dóm og dauða þeim
er illu lífi hafa lifað, flyt-ur hún þeim von og fögnuð sem réttilega
hafa breytt; þessi gleðiboðskapur hefir verið hughreysting allra Guðs
barna um allar aldir. Hvernig stóð á því, að kenningin var orðin
eins og höfundur hennar, “ásteytingarsteinn og hrösunarhella” þeim,
sem honum þóttust þó fylgja? pað var Drottinn vor sjálfur sem
gaf lærisveinum sínum það fyrirheit, sem hér segir: “Og þegar eg
er farinn burt og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka
yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er
Það var hinn
hluttekningarsami frelsari, sem sá fyrir hrygð og söknuð lærisveina
sinna, sem sendi engla til þess að hugga þá með þeirri fullvissu að
hann mundi koma aftur sjálfur á sama hátt og hann fór til himna.
Þegar lærisveinarnir stóðu undrandi og reyndu að horfa til hins
síðasta á þann, sem þeir höfðu elskað, beindist athygli þeirra að
þessum orðum: “Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins?
pessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma
á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins”
Ný von vaknaði í
brjóstum þeirra við boðskap englanna. Lærisveinarnir “tilbáðu hann
[220]
og sneru aftur til Jerusalem með miklum fögnuði. Og þeir voru
stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð
Þeir glöddust ekki fyrir
Matt. 24 : 39.
Postulas. 1:11.
Jóh. 14 : 3.
Lúk. 24 : 52-53.