162
Deilan mikla
þá sök að Jesús hafði farið frá þeim, og þeir urðu að berj-ast einir
við alla mótstöðu og freistingar heimsins, heldur vegna fullvissu
englanna um það að hann, sem hafði horf-ið þeim, mundi koma
aftur.
Boðskapurinn um komu Krists átti nú að vera efni fagnaðar og
mikillar gleði, ekki síður en þegar hirðarnir boðuðu komu hans í
Betlehem. Þeir sem í raun og veru elska frelsarann hljóta að meðtaka
með gleði guðs orð, sem segir að sá sem þeir byggi á alla von sína
um eilíft líf, komi aftur; ekki til þess að vera smáður, fyrirlitinn og
með hann farið eins og átti sér stað þegar hann kom áður, heldur
muni hann koma í mikilli dýrð og guðdóms-krafti, til þess að frelsa
fólk sitt. Það eru einungis hinir, sem ekki elska frelsarann, sem ekki
vilja að hann komi aftur til vor. Og engin sönnun getur verið til
fullkomn-ari fyrir því að kirkjan hefir fallið frá Guði, en sú sem
birtist í þeirri mótstöðu og þeim óróa, sem kenningin um endurkomu
Krists veldur.
Af öllum hinum miklu trúarbragða hreyfingum síð-an á dög-
um postulanna, hefir engin hreyfing verið laus-ari við mannlegan
ófullkomleik og vélar Djöfulsins, en sú sem átti sér stað sumarið og
haustið 1844.
Þegar kallið kom: “Sjá, brúðguminn kemur, gang-ið út til móts
við hann”, þá vöknuðu þeir sem biðu og “bjuggu lampa sína”. Þeir
lásu Guðs orð með hinum mesta áhuga, svo að slíkt var óþekt áður.
Þessum boð-skap fylgdi knýjandi kraftur, sem áhrif hafði á sálir
manna. Engin efasemd, engin spurning átti sér stað.
Þegar sá tími nálgaðist að von væri á frelsaranum, lásu hinir
trúuðu dæmisöguna um hinar tíu meyjar (Matt. 25, 1-13), “er tóku
lampa sína og fóru út til móts við brúðgumann”. Eftir nokkra bið,
þegar þessar meyjar “syfjaði og þær sofnuðu” var “um miðnætti
kallað: Sjá, brúðguminn kemur, gangið út til móts við hann”. Vegna
þess hversu oft þetta heyrðist, var hreyfingin á þessu tímabili kölluð
“
miðnæturhrópið”.
Eins og flóðalda færðist þessi hreyfing yfir landið. Frá borg
[221]
[222]
[223]
til borgar, frá bæ til bæjar og út í afskekt héruð barst hreyfingin,
þangað til hinir trúðuðu, sem biðu komu Drottins, fyltust eldlegum
áhuga. Ofstæki hvarf við þennan boðskap eins og mGrgundögg
fyrir upprennandi sól. Trúaðir menn fundu að efasemdir þeirra og á-
hyggjur hurfu, en von og þrek fylti hjörtu þeirra. Verk þeirra voru því