Siðabótin í vesturheimi
163
laus við þann ofsa, sem ávalt er hætt við, þegar mannlegar tilfinningar
einar ráða, án stjórnandi áhrifa Guðs anda Þessi hreyfing var lík þeim,
sem ein-kendar voru af auðmýkt og undirgefni, þegar menn lutu Guði
af einlægni meðal hinna fornu fsraelsmanna, eftir að Guð hafði átalið
þjóna sína. Hreyfingin hafði þau ein-kenni, sem sameiginleg eru
verkum Guðs á öllum öldum. Ekki var mikið um ákafa gleði, heldur
djúpa sjálfsrann-sókn syndajátning og afneitun veraldlegs munaðar.
Und-irbúningurinn til þess að mæta frelsaranum var áhyggju-efni
órórra sálna. Stöðugar bænir áttu sér stað, og menn helguðu Guði líf
sitt hiklaust og opinberlega.
Á þessum tímum var trúin svo sterk að bænum manna var svarað;
trúnni var samfara svo mikil sannfæring að hún hlaut sín eigin laun.
Eins og skúrir á regn-þyrsta jörð kom andi náðarinnar niður á sálir
einlægra manna er leituðu Drottins í bæninni. Þeir sem bjuggust
við að standa bráðlega augliti til auglitis við frelsara sinn, fundu til
hátíðlegrar gleði, sem engin orð geta lýst. Hinn mótandi, sveigjandi
kraftur heilags anda bræddi hjörtu mannanna, þegar blessun hans
veittist þeim í ríku-legum mæli, og þeir trúðu með staðfestu og í
einlægni.
[224]