Page 168 - Deilan mikla (1911)

Vonbrigði
Þeir sem meðtóku boðskapinn, komu fram með var-færni og
hátíðleik, þegar þeir væntu þess að mæta frels-ara sínum. Á hverjum
morgni töldu þeir þad fyrstu skyldu sína að leita sátta við Guð. Það
að vera í sátt og samræmi við frelsara sinn var þeim meira virði en
þeirra daglega brauð; og ef ský skygði á hugsanir þeirra, þá voru
þeir ekki ánægðir fyr en þeir höfðu losnað við það. Þegar þeir fundu
til nálægðar hins fyrirgefandi náðar-anda, þráðu þeir að sjá þann er
sálir þeirra elskaði.
En vonbrigði áttu fyrir þeim að liggja. Eftirvænt-ingatíminn
leið og Kristur kom ekki til frelsunar fólki sínu. Með staðfastri
eftirvæntingu höfðu þeir biðið eftir komu hans, og nú voru þeir eins
og María, þegar hún kom að gröf frelsarans og fann hana tóma; hún
grét þá og sagði: “Búið er að taka burt Drottinn minn, og veit eg eigi,
hvar hann hefir verið lagður”
Jesús og allir englar himnanna litu með velþóknun á hina trúuðu,
reyndu en vonbrotnu menn. Hefði blæjan sem skilur þennan heim frá
þeim ósýnilega verið tekin í burtu, þá hefðu sést englar, sem börðust
með þess-um trúföstu sálum og vernduðu þær fyrir vélabrögðum
hins illa. Hinir vantrúuðu höfðu lengi fundið til skelf-ingar eða ótta
fyrir því að boðskapurinn kynni að vera sannur; höfðu þeir fyrir þá
sök haldið sig í skefjum. Þegar tíminn var liðinn hvarf ekki þessi
ótti með öllu; í fyrstu þorðu þeir ekki að ofmetnast við þá, sem fyrir
vonbrigðunum urðu; en þegar lengra leið og ekki sáust nein merki
guðlegrar reiði, þá hvarf þeim óttinn smám saman og þeir byrjuðu
[225]
aftur á háði og smánaryrðum. Stórir hópar þeirra, sem þóttust áður
trúa á endurkomu Drottins, hurfu frá trú sinni og afneituðu henni.
Sumir þeirra sem í einlægni höfðu trúað tóku vonbrigðin svo nærri
sér að þeir hefðu helzt viljað geta flúið þennan heim; þeim fór eins
og Jónasi, þeir átöldu Drottinn og kusu heldur dauða en líf. Þeir
sem bygt höfðu trú sína á skoðunum annara manna, en ekki á sjálfu
Guðs orði. voru nú eins fljótir að snúa við blaðinu og breyta skoðun-
Jóh. 20 : 13.
164