Page 169 - Deilan mikla (1911)

Vonbrigði
165
um sínum. Þeir sem gerðu gys að trúnni unnu þá á sitt mál aftur,
sem huglausir voru og ósjálfstæðir; allir þessir flokkar sameinuðust
nú og lýstu því yfir að ekki væri nein hætta framar á ferðum og
einskis þyrfti að vænta af því sem spáð hefði verið. Tíminn hafði
liðið; Drottinn hafði ekki birzt og líkur voru til, eftir áliti þeirra, að
heimurinn héldist eins og hann var í þúsundir ára.
Þeir sem trúðu í einlægni hjarta síns, höfðu fórnað öllu fyrir
sakir Krists, og var hann þeim nú nálægari en nokkru sinni fyr.
Þeir trúðu því að þeir hefðu veitt heim-inum síðustu aðvörun; þeir
væntu þess að komast bráð-lega í samfélag við sinn guðdómlega
meistara og himneska engla, og höfðu því að miklu leyti haldið sér
frá félagi veraldlegra og hégómagjarnra manna, sem ekki meðtóku
boðskapinn. Þeir höfðu beðið með djúpri þrá og sagt: “Kom þú,
Drottinn Kristur; kom þú sem fyrst”. En hann hafði ekki komið.
Og tilhugsunin um að takast nú aftur á hendur veraldleg störf og
veraldlegar áhyggjur og þola háð og hrakyrði hinna vantrúuðu, reyndi
mjög á trú þeirra og þolgæði.
Samt sem áður voru þessi vonbrigði ekki eins mikil og þau, sem
postularnir urðu fyrir, þegar Kristur var hér á jörðu.
Þegar Jesús hélt innreið sína í Jerúsalem, héldu læri-sveinar hans
að hann væri að því kominn að setjast á konungsstól Davíðs og frelsa
Ísraelslýð frá undirokun. Með djúpri eftirvænting og takmarkalausri
gleði keptust þeir hverir við aðra að sýna konungi sínum lotningu.
Margir breiddu ytri föt sín sem dúka á veg hans, eða hjuggu kvisti
af pálmaviðartrjánum og dreifðu á veginn fyrir hann. Í djúpri gleði
tóku þeir undir hverir með öðrum og sungu : “Hóseanna syni Dav-
íðs”. Þegar Faríseamir, sem reiddust og þóttust verða fyrir ónæði af
[226]
þessum gleðilátum báðu Jesús að þagga niður í þeim, svaraði hann
þeim og sagði: “Eg segi yður, að ef þessir þegðu mundu steinarnir
hrópa”
Spádómarnir verða að koma fram. Postularnir voru að fram-
kvæma vilja Guðs og áform hans; en samt urðu þeir að þola sárustu
vonbrigði. Innan örfárra daga urðu þeir að horfa á meistara sinn í
sárustu kvöl; horfa á hann líða píslarvættisdauða og vera lagðan í
gröfina. Vonir þeirra höfðu í engu tilliti ræzt og þær dóu allar með
Jesú. Það var ekki fyr en hann reis aftur sigrihrósandi upp úr gröfinni
að þeir skildu að öllu þessu hafði verið spáð, og að “Kristur átti að
Lúk. 19 : 40.