166
Deilan mikla
líða og rísa upp frá dauðum, og að Jesus—sem eg boða yður —hann
er einmitt Kristur”
Fimm hundruð árum áður hafði Drottinn sagt
fyrir munn Sakaríasar spámanns: “Fagna þú mjög, dóttirin Zion;
lát gleðilátum, dóttirin Jerusalem. Sjá konungur þinn kemur til þín;
réttlátur er hann og sigursæll; lítillátur og ríður asna, ungum ösnu-
fola”
Hefðu lærisveinarnir gert sér grein fyrir því að Kristur átti að
líða dóm og dauða, hefðu þeir ekki getað uppfylt þennan spádóm.
Á sama hátt uppfylti Miller og félagar hans spádóma og fluttu
boðskap, sem hið innblásna orð hafði fyrir sagt að kunngjörður skyldi
verða heiminum. En þetta hefðu þeir ekki getað, hefðu þeir í fyrstu
vitað um pau von-brigði, sem fyrir þeim áttu að liggja, og hefðu þeir
vitað að þeir voru að flytja annan boðskap, sem átti að boðast öllum
lýðum áður en Drottinn kæmi. Boðskapur fyrsta og annars engilsins
kom fram á réttum tíma og urðu því til framkvæmdar, sem ætlað var
af Guði að þeir gerðu.
Heimurinn hafði búist við því að ef Kristur kæmi ekki, þá mundi
öll endurkomu kenningin falla um sjálfa sig. En þrátt fyrir það þótt
margir létu undan vegna freistinganna, þá stóðu samt margir stöðugir
í trú sinni. Avextir endurkomukenningarinnar, undirgefnisandinn og
sjálfsprófunin, afneitun heimsins og siðbætt líferni, sem verkinu var
samfara, vitnuðu um það, að þetta var Guðs verk. Þeir dirfðust ekki
að neita því, að heilagur andi hefði vitnað um boðskap endurkom-
unnar og þeir gátu ekki fundið neina villu í reikningi þeim, sem
snerti spá- dóms tímabilið. Hinir færustu mótstöðumenn þeirra gátu
[227]
[228]
[229]
ekki eyðilagt spádóms þýðingar þeirra, eins og þeir komu fram með
þær. Þeir gátu ekki án biblíunnar fengið sig til þess að mótmæla því,
er menn höfðu komist að með einlægum lestri, djúpum hugsunum
og hjartnæmum bænum, þegar um þá menn var að ræða, sem upp-
lýstir voru af anda Drottins og áttu hjörtu brennheit af lifandi krafti
Drottins. Boðskapur þessara manna hafði staðist dýpstu röksemdir
og gagnrýni og hina svæsnustu mót-stöðu vel þektra trúarbragða
kennara og veraldlegra vitringa; hann hafði staðið eins og bjarg gegn
samein-uðum öflum lærdóms og mælsku, samfara háði og árás-um
heiðvirðra manna jafnt sem óhlutvandra.
Postulas 17:3.
Zakaría 9 : 9.