Vonbrigði
167
Það var að vísu satt að vonbrigði höfðu átt sér stað að því er
viðburðinn snerti; en jafnvel það gat ekki veikt trú þeirra á Guðs
orði. Þegar Jónas lýsti því yfir á göt-unum í Ninive að bærinn mundi
hrynja innan fjörutíu daga, þá tók Drottinn gilda lítillækkun Ninive-
manna og lengdi náðartíma þeirra; samt sem áður var boðskapur
Jónasar sendur af Drotni og Nineve var reynd samkvæmt hans vilja.
Á sama hátt trúðu endurkomukennendur því að Guð hefði leitt þá til
þess að vara menn við degi dómsins.
Guð yfirgaf ekki fólk sitt; andi hans hvíldi enn þá yfir þeim, sem
ekki afneituðu tafarlaust því ljósi, sem þeim hafði verið veitt, og
fordæmdu ekki kenningar end-urkomunnar. Í pistlinum til Hebrea
eru hughreystingar-orð og aðvörunar til þeirra, sem reyndir voru
og biðu freistinganna. “Varpið þér eigi frá yður djörfung yðar, er
mikla umbun hefir; því þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér úr
býtum berið fyrirheitið, er þér hafið gjört Guðs vilja; því innan harla
skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst honum; en
minn hinn réttláti mun lifa fyrir trúna, og skjóti hann sér undan, þá
hefir sála mín enga geðþekni á honum; en vér erum ekki undanskots-
menn til glötunar, heldur menn trúarinnar til sáluhjálpar”
Það er
auðsætt að þetta er talað til safnað-arins á hinum síðustu dögum og
sést það á því að bent er á nálægð endurkomunnar: “Því að innan
harla skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst hon-
[230]
um”. (Heb. 10, 37). Og það er greinilega í spádóm-unum falið að
töf muni eiga sér stað að því er virðist og að svo muni líta út sem
Drotni mundi dveljast. Fyrir-skipanir þær, sem hér voru gefnar koma
sérstaklega heim við reynslu þeirra manna, sem endurkomutrúnni
fylgja á vorum dögum.
Fólkið sem hér var ávarpað var í hættu fyrir því að það liði
skipbrot á trú sinni. Það hafði fylgt vilja Guðs í því að fara eftir
handleiðslu hans, en samt gat það ekki skilið áform hans í því, sem
það hafði reynt að undan-förnu; ekki gat það heldur séð veginn
framundan sér og það freistaðist til þess að efast um að Guð hefði
verið leiðtogi þess. Á þessum tíma áttu þau orð við sem segja: “En
hinn réttláti mun lifa fyrir trú”. Þegar hið bjarta ljós “miðnætur-
hrópsins” hafði lýst vegu þeirra og þeir höfðu séð spádómsinnsiglin
brotin upp, og teiknin sem óðum sýndu uppfylling spádómanna um
Heb. 10 : 35-39.