168
Deilan mikla
endurkomu Krists nálguðust, og þeir höfðu gengið beint af augum,
eins og að orði er komist. En með því að höfuð þeirra voru nú
beygð af vonbrigðum, gátu þeir aðeins haldið sér uppréttum fyrir
trúna á Guð og hans heilaga orð. Heim-urinn hæddist að þeim og
sagði: “pér hafið orðið fyrir blekkingum; kastið trú yðar og segið
að endurkomukenn-ingin hafi verið frá hinum vonda”. En Guðs orð
sagði: “Skjóti hann sér undan, þá hefir sála mín enga geð-þekni á
honum”. Það að afneita trú sinni og viður-kenna ekki kraft heilags
anda, sem verið hafði með boð-skapnum, befði leitt aftur til glötunar.
Þeir fengu hug-rekki fyrir orð Páls postula : “Varpið þér eigi frá
yður djörfung yðar”, “því þolgæðis hafið þér þörf”. “Því innan harla
skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst honum”.
Það eina sem þeir gátu gert var að glæða það ljós, sem þeim hafði
verið gefið af Guði, halda sér fast við fyrirheit hans og halda áfram
að leita í orði hans og bíða með þolinmæði eftir meira ljósi.
[231]