Page 173 - Deilan mikla (1911)

Hvað er helgidómurinn?
Ritningin, sem um fram alt annað hefir bæði verið grundvöllur
og máttarstoð endurkomutrúarinnar, var sj.álf yfirlýsing um það að:
Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar (mundu líða) og
þá mundi helgidómur-inn aftur verða kominn í samt lag”. Þessi orð
höfðu verið kunnug öllum þeim er trúðu því, að Drottinn mundi
bráðlega koma aftur. Þúsundir manna endurtóku þennan spádóm
hvað eftir annað, sem einkunnarorð trúar sinnar. Öllum fanst sem
að á þeim viðburðum, er þar voru sagðir fyrir, hvíla þeirra björtustu
vonir og dýpstu eftirvænt-ingar. Fram á það hafði verið sýnt að þetta
spádóms-tímabil endaði haustið 1844. Eins og allir aðrir kristnir
menn héldu endurkomutrúarmenn þá, að jörðin, eða ein-hver hluti
hennar, væri helgidómurinn. Þeir skildu það þannig að hreinsun
helgidómsins þýddi hreinsun jarðar-innar af eldi hins síðasta mikla
dags; og að sá tími yrði við endurkomu Krists; þess vegna komust
menn að þeirri níðurstöðu að Kristur mundi koma í heiminn árið
1844.
En hinn væntanlegi tími var liðinn, og meistarinn hafði ekki
komið. Hinir trúuðu vissu það að Guðs orð gat ekki brugðist; það
hlaut að vera þýðing þeirra á spádómunum, sem var skeikul; en í
hverju lá villan? Margir komust hjá þeirri erfiðu gátu með því að
neita því í fljótfærninni að 2300 dagarnir enduðu árið 1844. Enga
ástæðu gátu þeir fært fyrir þessu, nema þá að Kristur hafði ekki
komið þegar vonast var eftir honum. Rök-semdafærsla þeirra var
þannig að ef hinir tilteknu dagar hefðu endað 1844, þá hefði Kristur
komið aftur til þess að hreinsa helgidóminn með því að láta eld fara
um jörð- ina, og með því að hann hefði ekki komið, gæti það ekki
[232]
verið að dagarnir væru liðnir.
Það að taka þessa kenningu góða og gilda var sama sem að hafna
reikningi þeim, sem áður var komist að samkvæmt spádómstímanum.
Hinir 2300 dagar byrjuðu þegar skipun Artaxerxes um endurreisn
Jerúsalemsborg-ar gekk í gildi, en það var um haustið 457 fyrir
Krists burð. Væri gengið út frá þeim tíma í byrjun, þá var full-komið
169