Page 174 - Deilan mikla (1911)

170
Deilan mikla
samræmi í öllum öðrum atriðum, sem skýrð voru í Daníelsbók
9, 25-27,
viðvíkjandi því tímabili. Sextíu og níu vikur, eða 483
fyrstu árin af hinum 2300 árum, áttu að ná til daga Messíasar, hins
smurða; og skírn Krists og smurning af heilögum anda 27 e. Kr.,
kom nákvæmlega heim við það sem spáð var. Í miðri sjötugustu
vikunni átti Messías að vera burt numinn; hálfu fjórða ári eftir skírn
sína var hann krossfestur, um vorið 31 eftir Krist. Hinar sjötíu vikur
eða 490 ár áttu sérstaklega við Gyð-inga. Þegar sá tími var liðinn
innsiglaði þjóðin útskúfun Krists með því að ofsækja lærisveina hans
og postularnir sneru sér til heiðingjanna árið 34 eftir Krist. Þegar
liðin voru fyrstu 490 árin af 2300 árunum voru 1810 ár eftir. Frá
árinu 34 eftir Krist ná 1810 ár til ársins 1844: “Þá skal helgidómurinn
kominn í samt lag” sagði engillinn. Hvert einasta atriði spádómsins
hafði komið fram ná-kvæmlega og ómótmælanlega á réttum tíma.
Með þessum reikningi var alt auðskilið og í samræmi að öðru
leyti en því að ekki sást að neinn viðburður hefði átt sér stað 1844, er
svaraði til spádóminum um hreinsun helgidómsins. Að neita því að
hinir tilteknu dagar end-uðu það ár, var sama sem að gera alt málefnið
flókið og myrkt og að hafna þeim kenningum, sem fram hafi ver-ið
haldið samkvæmt óskeikulum uppfyllingum spádóm-anna.
En Drottinn hafði haldið hendi sinni yfir fólki sínu í hinni miklu
endurkomu hreyfingu; kraftur hans og dýrð hafði verið í verki með
því, og ómögulegt var að hann léti það viðgangast að starfið end-
aði í skilningsleysi og vonbrigðum, og yrði því dæmt einskis virði,
ofstækisfult og æsingablandið. Á því var engin hætta að hann léti
orð sitt vera undirorpið efa og skilningsleysi. Þrátt fyrir það þótt
margir hyrfu frá hinum fyrra reikningi sínum viðvíkjandi spádóms-
[233]
tímabilinu og neituðu því að undir-staða hreyfingarinnar væri rétt,
þá voru aðrir, sem ekki vildu gera það sama; þeir vildu ekki afneita
trúaratrið-um og reynslu, sem studdust við ritninguna og við vitn-
is-burð heilags anda. Þeir trúðu því að að þeir hefðu bygt þýðingar
eða skýringar sínar á réttum grundvelli, þegar þeir samkvæmt skyldu
sinni réðu spádómana, og að það væri skylda þeirra að halda stöðugt
við þann sannleika, sem þeir höfðu þegar komist að. Þeir byrjuðu á
ný með einlægum bænum og lásu ritningarnar, til þess að leita þess
staðar, þar sem þeim hefði skjátlast. Með því að þeir gátu enga villu
fundið í reikningum sínum um spá-dóms tímabilin, rannsökuðu þeir
nákvæmar atriðið um helgidóminn.