Page 175 - Deilan mikla (1911)

Hvað er helgidómurinn?
171
Í rannsóknum sínum komust þeir að pví að enginn staður er til í
ritningunni, sem styðji þá almennu skoðun að jörðin sé helgidómur-
inn; en í ritningunni fundu þeir fullkomna skýringu á helgidómin-
um, eðli hans, verustað og ætlunarverki; vitnisburður hinna helgu
höfunda var svo ljós og fullkominn, að ekki gat verið um neitt að
vill-ast. Postulinn Páll segir í bréfinu til Hebrea: “Að vísu hafði nú
fyrri sáttmálinn líka fyrirskipanir um þjónust-una og hafði jarðnesk-
an helgidóm; því að tjaldbúð var gerð hin fremri, og í henni voru
bæði ljósastikan og borð-i5 og skoðunarbrauðin; og heitir hún “hið
heilaga”. En bak við annað fortjaldið var tjaldbúð, sem hét “hið
allra-helgasta”. Þar var reykelsisaltarið úr gulli, og sáttmáls-örkin,
sem alt í kring var gulli búin; í henni var gullkerið með manna í og
hinn blómgaði stafur Arons og sáttmáls-spjöldin; en yfir henni voru
kerúbar dýrðarinnar, yfir-skyggjandi náðarstólinn”
Helgidómurinn sem Páll talar hér um var tjaldbúðin, sem Móses
bygði samkvæmt boði Drottins, sem jarðnesk-an dvalarstað handa
hinum allra hæsta. “Og þeir skulu gera mér helgidóm, að eg búi
mitt á meðal þeirra”
Þannig var sú bending, sem Móse var gefin,
þegar hann var uppi á fjallinu hjá Guði. Ísraelsmenn voru á ferð yfir
eyðimörkina, og tjaldbúðin var þannig bygð að hægt var að flytja
hana úr stað í stað. Samt sem áður var hún stórkostleg bygging.
Veggirnir voru úr borðum, sem stóðu upp á endann og voru þau
[234]
gullbúin og stóðu á silfur-pöllum; en þakið var gert úr mörgum
blæjum; voru þær yzt úr skinnum en hið innra úr dýru líni með
skrautlegum kerúbsmyndum.
Auk ytra forgarðsins, þar sem inni brann fórnareld-ur, var tjald-
búðin sjálf, og var henni skift í tvent, var annað nefnt “hið heilaga”
en hitt “hið allrahelgasta”; voru þessir helgidómar aðgreindir með
fögrum blæjum; samskonar blæjur lokuðu einnig dyrunum til hins
helga. í helgidóminum var ljósahjálmurinn að sunnanverðu; var hann
með sjö lömpum, sem lýstu helgidóminn dag og nótt. Að norðan-
verðu stóð borðið með skoðunarbrauðunum, og fyrir framan blæjuna,
sem aðskildi hið helga frá hinu allrahelgasta, var hið gullna altari
reykelsisins og steig þaðan daglega sætur ilmur upp til Guðs, með
bænum Ísraelsmanna. Í hinu allra helgasta var sáttmálsörkin; var það
Heb. 9 : 1-5.
2.
Móse 25 : 8.