Page 176 - Deilan mikla (1911)

172
Deilan mikla
kista úr dýrum viði, öll gullbúin. Hinar tvær steintöflur, sem Guð
hafði skrifað hin tíu boðorð á voru í sáttmálsörkinni. Yfir örkinni
var náðarstóllinn og mynd-aði hann lokið á hinni helgu kistu; var
það gjört af mikilli iist og hagleik; á því voru tveir kerúbar, sinn á
hvorum enda, og voru þeir úr skíru gulli; en nærvera hins allra hæsta
var táknuð með nokkurs konar dýrðarskýi á milli kerúbanna.
Eftir að Hebrear höfðu sezt að í Kanaanslandi, var musteri
Salomons bygt í stað tjaldbúðarinnar; og þótt það væri stórkost-
legri og vandaðri bygging, þá var það bygt með sama fyrirkomulagi
og í sömu hlutföllum, og hið innra útbúið á sama hátt. Með þessu
lagi var helgi-dómurinn, þangað til hann var eyðilagður af Rómverj-
um árið 70 eftir Krist — nema þann tíma sem hann var í rústum á
dögum Daníels spámanns.
Þetta er hinn eini helgidómur, sem nokkru sinni hefir verið til
á iörðunni og ritningin veitir nokkrar upplýsing-ar um. Páll postuli
lýsti því yfir að þetta væri helgidóm-ur hins fyrra sáttmála. En til-
heyrir enginn helgidómur hinum nýja sáttmála?
Þegar sannleiksleitendurnir snéru sér aftur til bréfs-ins til Hebrea,
þá fundu þeir að bent var á helgidóm hins annars eða nýja sáttmála,
í orðum Páls postula, sem pegar hafa verið tilfærð, og þannig hljóða:
Að vísu hafði nú líka fyrri sáttmálinn fyrirskipanir um þjónustu
[235]
[236]
[237]
og hafði jarðneskan helgidóm”. Og orðið líka gefur það til kynna
að Páll hafi áður minst á helgidóm þenna. Þegar vér lítum aftur á
næsta kafla hér á undan finnum vér þar þetta: “En höfuðinntak þess,
sem sagt hefir verið, er þetta: Vér höfum þann æðsta prest, er settist
til hægri handar hástóls hátignarinnar á himnum, helgiþjón helgi-
dómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, ekki
maður”
parna er opinberaður helgidómur hins nýja sáttmála. Helgidóm-
ur hins fyrra sáttmála var gerður af mönnum; Hann var bygður af
Móse; þessi helgidómur aftur á móti er gerður af Guði sjálfum,
ekki af mönnum. Í hinum fyrra helgidómi framkvæmdu veraldlegir
prestar helgi-störfin; í þessum helgidómi er það Kristur, vor mikli
æðsti prestur, sem framkvæmir þau við hægri hönd Guðs. Annar
helgidómurinn var á jarðríki, hinn er á himnum.
Heb. 8 : 1-2.