Hvað er helgidómurinn?
173
Enn fremur var tjaldbúð sú er Móses bygði gerð eftir fyrirmynd
;
Drottinn leiðbeindi honum: “Þér skuluð gera hann í öllum greinum
eftir þeirri fyrirmynd af tjaldbúð-inni og eftir þeirri fyrirmynd af
öllum áhöldum henn-ar, sem eg mun sýna þér”. Og enn fremur: “Og
sjá svo til að þú gjörir þessa hluti eftir þeirri fyirrmynd, sem þér var
sýnd á fjallinu”
Og Páll segir að hin fyrri tjaldbúðin hafi verið:
“
Ímynd komandi tíma, og henni samkvæmt eru frambornar bæði
gáfur og fórnir”, og sömuleiðis að þetta séu: “Eftirmyndir þeirra
hluta sem á himnum eru”; að prestarnir, sem fram báru fórnirnar
samkvæmt lögmálinu voru þeir: “sem veita þjónustu eftir mynd
og skugga hins himneska”, og að: “Kristur gekk ekki inn í helgi-
dóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í
sjálfan him-ininn, til þess að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla”
Helgidómurinn á himnum, þar sem Kristur kemur fram fyrir vora
hönd, er hinn mikli frum-helgidómur, en eftir honum bygði Móses
sinn helgidóm. Guð sendi þeim anda sinn er bygðu hinn jarðneska
helgidóm. Hin frá-bæra list í byggingu hans ber vott um guðlegan
vísdóm. Veggirnir voru á að líta sem skirt gull og brotnuðu þar í allri
sinni dýrð geislarnir frá hinum sjö ljósastikum.
[238]
Borðið með skoðunarbrauðunum og fórnaraltarið ljómaði eins
og brent gull; hin íburðarmikla blæja, er myndaði hvelfinguna, með
íofnum englamyndum í bláum, purpura og rauðum litum, margfald-
aði fegurð helgidómsins. Og á bak við annað tjaldið var hið allra
helgasta, hin sýnilega ímynd Guðs dýrðar, og mátti þangað enginn
koma né þar dvelja nema æðsti presturinn.
Hin óviðjafnanlega dýrð hinnar jarðnesku tjaldbúð-ar var fyrir
mannlegum augum ímynd hins himneska musteris, þar sem Kristur
sjálfur birtist sem talsmaður vor frammi fyrir hásæti Guðs. Bænastað-
ur konungs konunganna: þar sem “þúsundir þúsunda þjónuðu honum
og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum”
Musterið með
dýrð hins eilífa hásætis, þar sem Ser-afarnir, hinir skínandi verðir
þess, ljóma af tilbeiðslu, gátu fundið ímynd afar ófullkomna eftir-
líking hinnar himnesku dýrðar í þeirri eftirlíking, sem fullkomnust
hefir verið gjörð af mannlegum höndum. Samt sem áður var kend-ur
mikilsverður sannleikur í hinum jarðneska helgidómi um hinn him-
2.
Móse 25 : 9, 40.
Heb. 9 : 23; 8 : 5; 9 : 24.
Dan. 7 : 10.