Page 178 - Deilan mikla (1911)

174
Deilan mikla
neska helgidóm og hið mikla verk, sem unn-ið var mönnunum til
endurlausnar.
Hinir dýrðlegu staðir í himneska helgidóminum eru táknaðir með
hinum tveimur deildum helgidómsins hér á jörðinni. Þegar Jóhannesi
postula veittist sú náð í hinni dýrðlegu sýn að sjá musteri Guðs á
himnum, þá leit hann þar að: “sjö eldblys brunnu fyrir hásætinu”
Hann sá að “annar engill kom og nam staðar við altarið; hann hélt
á gullglóðarkeri, og honum var fengið mikið reykelsi til þess að
hann skyldi leggja við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið, sem
var frammi fyrir hásætinu”
Þarna veittist spámanninum sú náð að
sjá fyrri deild helgidóms-ins á himnum, og hann sá þar “hin sjö
eldblys” og hið “gullna altari” táknandi hinn gullna ljósastjaka og
fórn-araltarið í helgidóminum á jörðinni; og aftur “opnaðist musteri
Guðs
og hann leit inn fyrir innra tjaldið og sá hið allra helgasta;
þar sá hann örk sáttmála Guðs og var hún táknuð með hinu helga
skríni, sem smíðað var sam-kvæmt fyrirsögn Mósesar, og áttu þar
að geymast hinar helgu sáttmálstöflur Guðs.
[239]
Þannig var það að þeir sem leituðu sannleikans fundu ómótmæl-
anlega sönnun fyrir tilveru helgidómsins á himnum. Móses gerði
hinn jarðneska helgidóm eftir þeirri fyrirmynd, sem honum var birt.
Páll kennir að sú fyrirmynd hafi verið hinn sanni helgidómur á himn-
um og Johannes vitnar að hann hafi séð hann á himnum. Í helgidómi
himinsins, verustað Drottins, er hásæti hans grundvallað á réttlæti og
dómi. í hinu allra helgasta eru lög hans, hin mikla mælisnúra réttlæt-
isins, sem alt mann-kynið er dæmt eftir. Örkin sem í voru geymdar
lögmáls-töflurnar og á henni var náðarstóllinn; frammi fyrir hon-
um flytur Kristur mál vort með blóðfórn sinni. Þannig er táknuð
sameining réttlætis og miskunnar í endurlausnar-verkinu. Þessa sam-
einingu gat einungis alvízka upp-hugsað og almætti komið til leiðar.
Það er sameining, sem fyllir alla himnana með aðdáun og lotningu.
Kerúb-arnir í hinum fyrra helgidómi horfðu með fjálgleik niður á
náðarsætið; þeir voru ímynd þess áhuga, sem hersveitir himnanna
sýna í endurlausnarverkinu. Þetta eru leynd-ardómar náðarinnar,
sem englana fýsir að skilja — það er að segja að Guð geti verið
réttlátur, þegar hann rétt-lætir hinn iðrandi syndara og endurnýjar
Opinb. 4 : 5.
Opinb. 8 : 3.
Opinb. 11 : 19.