Hvað er helgidómurinn?
175
afskifti sín af hinu fallna mannkyni; að Kristur gat stigið niður til
þess að reisa við ótölulegan fjölda frá hyldýpi eyðilegg-ingarinnar
og íklæða þá óflekkuðum skrúða réttlætis síns, svo þeir fengju sam-
einast þeim englum, sem ekki hafa fallið og fengju eilíflega dvalið í
nærveru Guðs. Það skeður ekki fyr en meðalgangaraverkinu er lokið
að “Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans .... og
á ríki hans mun enginn endir verða”
Sem prestur situr Kristur nú
“
hjá föður sínum í hásæti hans”
í hásætinu hjá þeim, sem er eilífur
og sjálfum sér full-kominn situr sá sem þetta er skrifað um: “Vorar
þján-ingar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig
lagði”; hann sem “freistað var á allan hátt eins og vor, án syndar”, til
þess að hann væri “fær um að full-tingja þeim er verða fyrir freist-
ingum”. Og enda þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann
hjá föðurn-um
Hann kemur fram vor vegna með lemstraðan og
[240]
gegnumstunginn líkama og með flekklaust líf. Hinar særðu hendur,
hans stungna síða, hinir meiddu fætur biðja fyrir hinum fallna manni,
sem var svo dýru verði keyptur.
Spurningunni um það hvað helgidómurinn sé er greinilega svar-
að í heilagri ritningu. Orðið “helgidómur” eins og það er notað í
biblíunni, á í fyrsta lagi við tjald-búðina sem Móses bygði, sem
ímynd hins himneska, og í öðru lagi á það við “hina sönnu tjaldbúð”
á himnum, sem hinn jarðneski helgidómur benti á. Þegar Kristur
dó endaði það starf sem var ímynd hins virkilega; “hin sanna tjald-
búð” á himnum er helgidómur hins nýja sátt-mála. Og með því að
spádómurinn í Daníelsbók 8 : 14 er á þann hátt uppfyltur, þá er
helgidómurinn sem þar er átt við án alls efa helgidómur hins nýja
sáttmála.
Í lok hinna 2300 daga árið 1844 hafði enginn helgi-dómur verið
hér á jarðríki um margar aldir. Þannig er það án alls efa að átt er
við helgidóminn á himnum í spádómsorðum þeim, er þannig hljóða:
“
Alt að tvö þús-und og þrj ú hundruð dögum mun líða, og þá mun
helgi-dómurinn hreinsaður verða” (ensk þýðing).
En þeirri spurning sem mest er verð, hefir enn ekki verið svarað.
Hvað er hreinsun helgidómsins? Það að slík athöfn hafi átt sér stað í
sambandi við hinn jarðneska helgidóm er tekið fram í gamla testa-
Lúk. 1 : 32, 33.
Opinb. 3 : 21.
Jes. 53 : 4; Heb. 4:15; 2 : 18: 1. Jóh. 2 : 1.